Fáklæddur Svíi stal senunni af Tiger Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2009 22:25 Stenson skartaði aðeins nærbuxum frá landa sínum, Björn Borg. Nordic Photos/AFP Svíinn Henrik Stenson stal senunni á WGC-CA mótinu í dag þegar hann klæddi sig úr öllu nema nærbuxunum á þriðju holu vallarins. Upphafshögg Stensons lenti í drullu við vatn. Svíin taldi sig eiga möguleika á að slá boltann þannig að hann reif sig úr fötunum og lét vaða. „Þar sem það var svo mikil drulla gat ég ekki farið þarna í fötunum. Þau hefðu orðið drulluskítug þannig að það var um ekkert annað að velja en rífa sig úr," sagði Stenson léttur en hann spilaði vel og kom í hús á 69 höggum. „Ég var aðeins í tvennu þegar ég sló - nærbuxunum og golfhanskanum. Það er það eina sem sést á myndum ásamt kylfunni. Ég var bara eins og Guð skapaði mig," sagði Stenson sem býst við að verða strítt þegar hann spilar aftur á morgun. „Það verða klárlega einhverjar háðsglósur, ég er alveg viss um það. Þetta atvik mun líklega fara með mér í gröfina. Ég vona að ég hafi ekki hrætt marga áhorfendur af vellinum," sagði Svíinn og hló. „Kannski fæ ég einhverja auglýsingasamninga út á þetta. Hver veit nema Playgirl hringi." Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Svíinn Henrik Stenson stal senunni á WGC-CA mótinu í dag þegar hann klæddi sig úr öllu nema nærbuxunum á þriðju holu vallarins. Upphafshögg Stensons lenti í drullu við vatn. Svíin taldi sig eiga möguleika á að slá boltann þannig að hann reif sig úr fötunum og lét vaða. „Þar sem það var svo mikil drulla gat ég ekki farið þarna í fötunum. Þau hefðu orðið drulluskítug þannig að það var um ekkert annað að velja en rífa sig úr," sagði Stenson léttur en hann spilaði vel og kom í hús á 69 höggum. „Ég var aðeins í tvennu þegar ég sló - nærbuxunum og golfhanskanum. Það er það eina sem sést á myndum ásamt kylfunni. Ég var bara eins og Guð skapaði mig," sagði Stenson sem býst við að verða strítt þegar hann spilar aftur á morgun. „Það verða klárlega einhverjar háðsglósur, ég er alveg viss um það. Þetta atvik mun líklega fara með mér í gröfina. Ég vona að ég hafi ekki hrætt marga áhorfendur af vellinum," sagði Svíinn og hló. „Kannski fæ ég einhverja auglýsingasamninga út á þetta. Hver veit nema Playgirl hringi."
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira