Handbolti

Svört jól í Safamýri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Magnús Stefánsson og félagar i Fram eru í erfiðum málum.
Magnús Stefánsson og félagar i Fram eru í erfiðum málum.

Framarar fara í jólaköttinn þetta árið en liðið mun sitja í botnsæti N1-deildar karla fram í febrúar. Þetta var ljóst þegar Fram tapaði stórt fyrir Stjörnunni, 26-34, í uppgjöri botnliða deildarinnar.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Stjörnumenn hreinlega kjöldrógu heimamenn í síðari hálfleik. Stóð þá ekki steinn yfir steini í leik Framara.

Vilhjálmur Halldórsson fór mikinn í liði Stjörnunnar og Roland Valur Eradze varði vel. Það var fátt um fína drætti í liði Fram.

Safamýrarliðið er aðeins með tvö stig þegar jólafríið brestur á og eitthvað verulega mikið að í herbúðum liðsins.

Stjarnan er aftur á móti með fjögur stig í næstneðsta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×