Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið 2. apríl 2009 19:05 Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. Sjálfstæðismenn leggjast alfarið gegn þremur af fjórum breytingum í stjórnlagafrumvarpi því sem fjórir flokkar á Alþingi standa á bakvið, en geta fallist á að breyta þeirri grein stjórnarskrárinnar sem auðveldar breytingar á henni. Sú breyting fæli í sér að ekki þyrfti að kjósa strax að loknum breytingum og allar breytingar færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það þarf að ræða aðgerðir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Jafnvel þótt að við séum þeirra skoðunar að stjórnarskráin þarfnist endurskoðunar þá er bara ákveðin tímasekkja að fara að taka það mál á dagskrá hér á þinginu í ágreiningi stjórnmálaflokkanna," sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Undanfarin 50 ár hefði það verið venja að gera ekki breytingar á stjórnarskrá nema um það sé sátt milli allra flokka. Sjálfstæðismenn hafa óskað eftir tvöföldum ræðutíma um stjórnlagafrumvarið sem kom til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn hafa eytt löngum tíma í að ræða mál sem alger samstaða væri um og tefðu þannig nauðsynleg mál. „Og við höfum komið verulega til móts við Sjálfstæðisflokkinn sem vill ekki sjá þessar lýðræðisumbætur sem við viljum ná fram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nánast alla sérfræðinga sem komið hefðu fyrir nefnd um málið, vöruðu við því að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem stjórnvöld ætluðu sér. Sjálfstæðismenn geti sætt sig við stjórnlagaþing sem yrði ráðgefandi, en valdið yrði áfram hjá Alþingi. Á þeim 20 dögum sem eftir væri af kjörtímabilinu lægi meira á að ræða aðgerðir fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. „Pólitíska skýringin er mjög einföld. Hér er að störfum minnihlutastjórn sem styðst við Framsóknarflokkinn til að halda völdum. Framsóknarflokkurinn setur þetta sem skilyrði og hinir flokkarnir hafa engan valkost," sagði Bjarni. Kosningar 2009 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. Sjálfstæðismenn leggjast alfarið gegn þremur af fjórum breytingum í stjórnlagafrumvarpi því sem fjórir flokkar á Alþingi standa á bakvið, en geta fallist á að breyta þeirri grein stjórnarskrárinnar sem auðveldar breytingar á henni. Sú breyting fæli í sér að ekki þyrfti að kjósa strax að loknum breytingum og allar breytingar færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það þarf að ræða aðgerðir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Jafnvel þótt að við séum þeirra skoðunar að stjórnarskráin þarfnist endurskoðunar þá er bara ákveðin tímasekkja að fara að taka það mál á dagskrá hér á þinginu í ágreiningi stjórnmálaflokkanna," sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Undanfarin 50 ár hefði það verið venja að gera ekki breytingar á stjórnarskrá nema um það sé sátt milli allra flokka. Sjálfstæðismenn hafa óskað eftir tvöföldum ræðutíma um stjórnlagafrumvarið sem kom til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn hafa eytt löngum tíma í að ræða mál sem alger samstaða væri um og tefðu þannig nauðsynleg mál. „Og við höfum komið verulega til móts við Sjálfstæðisflokkinn sem vill ekki sjá þessar lýðræðisumbætur sem við viljum ná fram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nánast alla sérfræðinga sem komið hefðu fyrir nefnd um málið, vöruðu við því að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem stjórnvöld ætluðu sér. Sjálfstæðismenn geti sætt sig við stjórnlagaþing sem yrði ráðgefandi, en valdið yrði áfram hjá Alþingi. Á þeim 20 dögum sem eftir væri af kjörtímabilinu lægi meira á að ræða aðgerðir fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. „Pólitíska skýringin er mjög einföld. Hér er að störfum minnihlutastjórn sem styðst við Framsóknarflokkinn til að halda völdum. Framsóknarflokkurinn setur þetta sem skilyrði og hinir flokkarnir hafa engan valkost," sagði Bjarni.
Kosningar 2009 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira