Kostar sitt að fá Tiger til Ástralíu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. mars 2009 09:15 Tiger fær 3 milljónir dollara fyrir að spila í Ástralíu. Nordic Photos/Getty Images Tiger Woods mun spila á sínu fyrsta móti í Ástralíu í meira en tíu ár síðar á þessu ári er hann tekur þátt í ástralska Masters-mótinu. Þáttaka Tigers í mótinu er þó umdeild enda fær Tiger einstaklega vel greitt fyrir að taka þátt. Besti kylfingur heims fær 3 milljónir dollara fyrir að mæta á svæðið og ýmsir halda því fram að það muni draga úr áhuga á opna ástralska mótinu sem fer fram tveim vikum síðar. Aðrir segja að það muni aðeins hafa jákvæð áhrif að fá Tiger til Ástralíu. Það muni vekja almennari áhuga á golfi í landinu og draga fleiri á mótin. Það hefur verið bent á að skattgreiðendur muni greiða helminginn af peningunum sem Tiger fær en stjórnvöld svara því til að reiknað sé með að koma Woods muni hafa jákvæð áhrif á efnahag landsins upp á 9 milljónir dollara. Golf Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods mun spila á sínu fyrsta móti í Ástralíu í meira en tíu ár síðar á þessu ári er hann tekur þátt í ástralska Masters-mótinu. Þáttaka Tigers í mótinu er þó umdeild enda fær Tiger einstaklega vel greitt fyrir að taka þátt. Besti kylfingur heims fær 3 milljónir dollara fyrir að mæta á svæðið og ýmsir halda því fram að það muni draga úr áhuga á opna ástralska mótinu sem fer fram tveim vikum síðar. Aðrir segja að það muni aðeins hafa jákvæð áhrif að fá Tiger til Ástralíu. Það muni vekja almennari áhuga á golfi í landinu og draga fleiri á mótin. Það hefur verið bent á að skattgreiðendur muni greiða helminginn af peningunum sem Tiger fær en stjórnvöld svara því til að reiknað sé með að koma Woods muni hafa jákvæð áhrif á efnahag landsins upp á 9 milljónir dollara.
Golf Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira