Zenit frá St. Pétursborg féll úr leik í UEFA-bikarkeppninni í kvöld er 16-liða úrslitunum lauk.
Zenit fagnaði sigri í keppninni á síðustu leiktíð en tapaði í kvöld fyrir ítalska liðinu Udinese, 2-1 samanlagt, þó svo að Zenit hafi unnið 1-0 sigur á Udinese í kvöld.
Hitt rússneska stórliðið, CSKA Moskva, tapaði einnig í kvöld. CSKA tapaði fyrir Shakhtar Donetsk í kvöld, 2-0, og þar með 2-1 samanlagt.
Dregið verður í bæði fjórðungsúrslit og undanúrslit keppninnar á morgun, á sama tíma og dregið verður í Meistaradeild Evrópu.
Úrslitin:
St. Etienne - Werder Bremen 2-2 (2-3 samanlagt)
Shakhtar Donetsk - CSKA Moskva 2-0 (2-1)
Zenit - Udinese 1-0 (1-2)
Braga - Dynamo Kyiv 0-1 (0-1)
Metalist Kharkiv - Dynamo Kyiv 3-2 (3-3, Dynamo komst áfram á útivallarmörkum)
Álaborg - Manchester City 2-0 (2-2, City vann í vítaspyrnukeppni)
Ajax - Marseille 2-2 (3-4)
Galatasaray - Hamburg 2-3 (4-3)
