Fótbolti

Áfrýjun Juventus vísað frá

Nordic Photos/Getty Images

Juventus mun spila heimaleik sinn gegn Lecce í A-deildinni á sunnudaginn fyrir luktum dyrum. Þetta var staðfest í dag eftir að áfrýjun félagsins vegna Balotelli-málsins var vísað frá af dómurum á Ítalíu.

Juventus var dæmt í eins leiks heimaleikjabann eftir að nokkrir af stuðningsmönnum liðsins gerðust sekir um kynþáttaníð í gerð Mario Balotelli, leikmanns Inter.

Stuðningsmenn Juventus hafa þrætt fyrir dóminn og segja að köll og söngvar stuðningsmanna sem beinit var að Balotelli hafi ekkert haft með kynþáttafordóma að gera.

Það vekur líka athygli að menn eins og Jose Mourinho, þjálfari Inter, og Clarence Seedorf hjá AC Milan, hafa tekið undir þetta og segja að ekki hafi verið um kynþáttaníð að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×