Erlent

Skelfileg meðferð á hundum

Óli Tynes skrifar
Grindhoraður hundur nagar hræið af félaga sínum sem drapst úr hungri.
Grindhoraður hundur nagar hræið af félaga sínum sem drapst úr hungri. Mynd/AP

Dýraverndarsamtök kanna nú hvort einhver leið sé að bjarga fjölda hunda á lítilli eyju undan ströndum Malasíu.

Íbúum í þorpi á fastalandinu fannst of mikið af hundum þar. Þeir söfnuðu því saman einum þrjúhundruð hundum og fluttu þá út í óbyggða smáeyju.

Þar var enginn matur fyrir þá og eftir nokkrar vikur voru grindhoraðir hundarnir farnir að éta hræin af af þeim félögum sínum sem höfðu drepist.

Hundanir eru svo illa haldnir að líklega verður mannúðlegast að aflífa þá sem eftir eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×