Erlent

Glæsivillur brunnu í skógareldi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Slökkviliðsmaður á ferð.
Slökkviliðsmaður á ferð. MYND/AP

Skógareldar í Kaliforníu virðast ekki vera í rénun og í gær urðu nokkrar glæsivillur í Santa Barbara eldi að bráð. Á annan tug þúsunda íbúa svæðisins hafa þurft að flýja heimili sín og hafa 5.400 heimili verið rýmd. Yfir 1.400 slökkviliðsmenn berjast nú við eldana og hafa tíu þeirra slasast. Erfitt er að fást við eldana vegna þess hve hratt þeir fara yfir en mikil hlýindi og sterkir vindar fara nú saman á svæðinu og breiðast eldarnir út á leifturhraða við þær aðstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×