Innlent

Síminn lokar fyrir nafnlaus smáskilaboð

Síminn sker upp herör gegn nafnlausum smáskilaboðum
Síminn sker upp herör gegn nafnlausum smáskilaboðum

Síminn hefur ákveðið að krefjast auðkennis af öllum þeim smáskilaboðum sem send eru af heimasíðu þeirra frá og með deginum í dag. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir rafrænt einelti en nokkuð hefur borið á mis-smekklegum nafnlausum skilaboðum sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigandanna.

Í tilkynningu sem Síminn sendi frá sér er þetta gert til þess að auka öryggi við notkun smáskilaboða.

Orðrétt segir: „Þess eru dæmi að þjónusta á borð við auðkennislaus SMS hafi verið misnotuð í viðskiptum með fíkniefni sem og í eineltismálum."

Síminn gerir þetta í samvinnu við SAFT í vakningarátaki um örugga tækninotkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×