Innlent

Kattadrápið: Húsavík biðst afsökunar

Carras sem var skotinn með haglaskammbyssu.
Carras sem var skotinn með haglaskammbyssu.

„Þetta var of langt gengið," segir Tryggvi Jóhannsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Húsavíkurbæjar, um kattardrápið á Húsavík. Hann segir að þetta sé eina tilvikið þar sem húsköttur er skotinn þar í bæ. Kötturinn Carras var skotinn af færi á þriðjudagskvöldinu af meindýraeyði á Húsavík. Ástæðan var sú að nú stendur yfir átak þar sem reynt er að losa bæinn við lausagöngu katta.

Tryggvi segir að þarna hafi verið allt of langt gengið og búið sé að ræða við meindýraeyðinn um málið.

„Þetta var klaufaskapur af mér og honum og jafnvel lögreglunni. Okkur yfirsást það að enginn má farga heimilisdýr nem dýralæknir," segir Tryggvi. Hann áréttar þó að vopnið sem meindýraeyðirinn notaði var skammbyssa með höglum sem er sérstaklega útbúinn til svona veiða.

Tryggvi viðurkennir að þetta sé leiðindamál en hann segist hafa haft samband við mann Huldar vegna málsins.

„Við viðurkennum mistökin og biðjum að sjálfsögðu afsökunar á þessu," segir Tryggvi að lokum og áréttar að ferlinu hafi verið breytt í kjölfarið og nú séu kettir í lausagöngu ekki aflífaðir, heldur verði þeir fangaðir og vistaðir í ákveðinn tíma þangað til þeirra verður vitjað, eða dýralæknir aflífi þá.


Tengdar fréttir

Skaut köttinn Carras með haglabyssu á Húsavík

Meindýraeyðir á Húsavík skaut köttinn Carras innabæjar á þriðjudagskvöldinu en eigandinn, Huld Hafliðadóttir, er afar ósátt við aðfarirnar. Samkvæmt reglugerð sem bærinn hefur sett þá er lausaganga katta bönnuð í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×