Erlent

Þau eru ekki sofandi

Óli Tynes skrifar
Þessi kona og barnið hennar eru ekki sofandi. Þau eru fórnarlömb átaka Tamíl tígra og stjórnarhersins.
Þessi kona og barnið hennar eru ekki sofandi. Þau eru fórnarlömb átaka Tamíl tígra og stjórnarhersins. Mynd/AP

Tugþúsundir óbreyttra borgara eru ennþá innilokaðir á vígvellinum á Sri Lanka þar sem stjórnarherinn sækir að síðasta vígi Tamíl tígranna.

Fjöldi þeirra fellur dag hvern eins og konan og barn hennar sem eru á meðfylgjandi mynd.

Herinn segist vera að binda enda á tuttugu og fimm ára borgarastyrjöld. Sameinuðu þjóðirnar saka Tamíl tígra um að meina óbreyttum borgurum að komast frá vígvellinum. Þeir nota þá sem mannlega skildi.

Stjórnarherinn er sakaður um að nota bæði stórskotalið og sprengjuflugvélar án tillits til sakleysingjanna sem hvergi komast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×