Kosningaskýring: Samfylkingin komin í lykilstöðu Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 26. apríl 2009 01:00 Meginniðurstaða kosninganna er sú að Samfylkingin hefur tekið við lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur landsins. Þetta gerir það að verkum að Samfylkingin hefur nú möguleika á því að mynda meirihluta með einum flokki hvort sem er til vinstri eða hægri við sig. Eins og stendur eru allar líkur á að Samfylkingin myndi stjórn til vinstri við sig og haldi áfram samstarfinu við Vinstri græna. Einn möguleiki er á öðru stjórnarmynstri , það er að Samfylkingin myndi stjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni en það er fremur ólíklegt. Og ólíklegast af öllu er að Samfylkingin myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hvað aðra flokka varðar má nefna að Framsóknarflokkurinn er að fá ágæta útkomu í þessum kosningum. Bætir við sig tveimur þingmönnum sem er nokkuð sem ekki var í kortunum í skoðannakönnunum allt undir það síðasta. Svo virðist sem flokkurinn sé að ná þeirri stöðu sem hann hafði um og uppúr áramótum. Borgarahreyfingin er komin í hlutverk hins hefðbundna fimmta flokks á þingi og tekur við þeirri stöðu af Frjálslynda flokknum. Fimmti flokkurinn hefur verið til á þinginu allt frá árninu 1971 en þeir flokkar hafa nær ætíð verið dæmdir til stjórnarandstöðu og enginn þeirra hefur orðið langlífur. Nú eru hinsvegar smámöguleikar á að flokkurinn komist strax í stjórn ef svo fer að Samfylkingin og Vinstri grænir nái ekki saman. Sjálfstæðisflokkurinn horfir fram á stærsta ósigur í sögu sinni af ástæðum sem óþarft er að rifja upp enn og aftur. Vinstri grænir mega vel við una þótt úrslitin hafi vissulega valdið þeim vonbrigðum. Skoðanakannanir höfðu gefið þeim vonir um að verða nær jafnstór flokkur og Samfylkingin en það gekk ekki eftir. Hér ber svo að nefna að útstrikanir geta haft töluverð áhrif á lokaniðurstöður einkum í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og hugsanlega Suðurkjördæmi. Atkvæðaseðlar með útstrikunum eru taldir síðastir í nótt. Vitað er að fjöldi útstrikana var á atkvæðum greiddum Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Þessi atkvæði gætu breytt fjölda kjördæmakjörinna manna hjá þessum flokkum og þá á kostnað Vinstri grænna og Framsóknar. Álitsgjafar: Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur, Bjarni Harðarson bóksali, Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður, Birgir Guðmundsson kennari, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. Kosningar 2009 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Meginniðurstaða kosninganna er sú að Samfylkingin hefur tekið við lykilstöðu Sjálfstæðisflokksins sem stærsti flokkur landsins. Þetta gerir það að verkum að Samfylkingin hefur nú möguleika á því að mynda meirihluta með einum flokki hvort sem er til vinstri eða hægri við sig. Eins og stendur eru allar líkur á að Samfylkingin myndi stjórn til vinstri við sig og haldi áfram samstarfinu við Vinstri græna. Einn möguleiki er á öðru stjórnarmynstri , það er að Samfylkingin myndi stjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni en það er fremur ólíklegt. Og ólíklegast af öllu er að Samfylkingin myndi stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hvað aðra flokka varðar má nefna að Framsóknarflokkurinn er að fá ágæta útkomu í þessum kosningum. Bætir við sig tveimur þingmönnum sem er nokkuð sem ekki var í kortunum í skoðannakönnunum allt undir það síðasta. Svo virðist sem flokkurinn sé að ná þeirri stöðu sem hann hafði um og uppúr áramótum. Borgarahreyfingin er komin í hlutverk hins hefðbundna fimmta flokks á þingi og tekur við þeirri stöðu af Frjálslynda flokknum. Fimmti flokkurinn hefur verið til á þinginu allt frá árninu 1971 en þeir flokkar hafa nær ætíð verið dæmdir til stjórnarandstöðu og enginn þeirra hefur orðið langlífur. Nú eru hinsvegar smámöguleikar á að flokkurinn komist strax í stjórn ef svo fer að Samfylkingin og Vinstri grænir nái ekki saman. Sjálfstæðisflokkurinn horfir fram á stærsta ósigur í sögu sinni af ástæðum sem óþarft er að rifja upp enn og aftur. Vinstri grænir mega vel við una þótt úrslitin hafi vissulega valdið þeim vonbrigðum. Skoðanakannanir höfðu gefið þeim vonir um að verða nær jafnstór flokkur og Samfylkingin en það gekk ekki eftir. Hér ber svo að nefna að útstrikanir geta haft töluverð áhrif á lokaniðurstöður einkum í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og hugsanlega Suðurkjördæmi. Atkvæðaseðlar með útstrikunum eru taldir síðastir í nótt. Vitað er að fjöldi útstrikana var á atkvæðum greiddum Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Þessi atkvæði gætu breytt fjölda kjördæmakjörinna manna hjá þessum flokkum og þá á kostnað Vinstri grænna og Framsóknar. Álitsgjafar: Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur, Bjarni Harðarson bóksali, Svanborg Sigmarsdóttir blaðamaður, Birgir Guðmundsson kennari, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.
Kosningar 2009 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira