Svíður að stjórnvöld styðji ekki lögreglu 15. ágúst 2009 09:00 Mikið mæddi á lögreglumönnum í búsáhaldabyltingunni. Nú hefur talsverður fjöldi lögreglumanna hætt þátttöku í óeirðasveit lögreglu. Mynd/Anton „Kostirnir í stöðunni eru fáir, og enginn góður. Við teljum að við höfum valið þann besta, því að öðrum kosti hefðum við þurft að mæta niðurskurðarkröfu með beinum uppsögnum," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Lögreglumenn eru ósáttir við breytingar á vaktakerfi og nýtt skipulag lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Í opnu bréfi Bylgju Hrannar Baldursdóttur lögreglukonu til lögreglustjóra, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, gagnrýnir hún þessar breytingar. Í skriflegu svari lögreglustjóra segir að hann geri sér vel grein fyrir því að margir séu óánægðir, en eftir vandlega yfirlegu sé það skoðun sín að fleiri kostir séu en gallar við breytt skipulag. „Staðan innan lögreglunnar er ekki góð nú þegar við stöndum í miklum niðurskurði," segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. „Við getum ekki með nokkru móti kreist pott úr pelaflösku." Fjöldi lögreglumanna hefur sagt sig úr svokölluðum mannfjöldastjórnunarhópi, óeirðasveit lögreglu. Verkefni tengd hópnum voru valkvæð fyrir lögreglumenn, og vilja þeir meðal annars mótmæla ástandinu með því að hætta þátttöku, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna (LL). Stefán hafði í gær ekki fengið upplýsingar um óeirðasveitina, en sagði að kæmi í ljós að lögreglan gæti ekki sinnt verkefnum sínum yrði að meta stöðuna. Lögreglumenn eru stétt fagmanna sem leggur metnað í sína vinnu, og mönnum svíður að stjórnvöld styðji ekki við lögregluna, segir Snorri. Í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar LL og formanna svæðisdeilda landssambandsins á fimmtudag segir að sú staða hafi lengi verið að fækkað hafi í lögreglunni vegna ónógra fjárveitinga. Boðaður niðurskurður í lögreglunni í ár og á næsta ári muni augljóslega koma niður á þjónustustigi lögreglu um allt land, nái hann fram að ganga. Snorri segir lögreglumenn vel meðvitaða um reiðina í samfélaginu, betur en marga aðra þar sem þeir hafi tekið við reiði fólksins í búsáhaldabyltingunni. Þeir standi í nákvæmlega sömu sporum og almenningur, með skuldir og fjárhagsvanda eins og aðrir. „Lögreglumenn velta því nú alvarlega fyrir sér […] hvorum megin línunnar þeir muni standa komi til annarrar „búsáhaldabyltingar" í haust eða vetur," segir í ályktun stjórnar LL. Með þessu eru lögreglumenn ekki að hóta að hlýða ekki fyrirmælum, enda geta lögreglumenn ekki neitað að sinna þessum verkefnum, segir Snorri. En menn velti því fyrir sér hvers vegna þeir ættu að taka við slíkum svívirðingum aftur, myndist svipað ástand á ný. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í gær. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
„Kostirnir í stöðunni eru fáir, og enginn góður. Við teljum að við höfum valið þann besta, því að öðrum kosti hefðum við þurft að mæta niðurskurðarkröfu með beinum uppsögnum," segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Lögreglumenn eru ósáttir við breytingar á vaktakerfi og nýtt skipulag lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Í opnu bréfi Bylgju Hrannar Baldursdóttur lögreglukonu til lögreglustjóra, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær, gagnrýnir hún þessar breytingar. Í skriflegu svari lögreglustjóra segir að hann geri sér vel grein fyrir því að margir séu óánægðir, en eftir vandlega yfirlegu sé það skoðun sín að fleiri kostir séu en gallar við breytt skipulag. „Staðan innan lögreglunnar er ekki góð nú þegar við stöndum í miklum niðurskurði," segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. „Við getum ekki með nokkru móti kreist pott úr pelaflösku." Fjöldi lögreglumanna hefur sagt sig úr svokölluðum mannfjöldastjórnunarhópi, óeirðasveit lögreglu. Verkefni tengd hópnum voru valkvæð fyrir lögreglumenn, og vilja þeir meðal annars mótmæla ástandinu með því að hætta þátttöku, segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna (LL). Stefán hafði í gær ekki fengið upplýsingar um óeirðasveitina, en sagði að kæmi í ljós að lögreglan gæti ekki sinnt verkefnum sínum yrði að meta stöðuna. Lögreglumenn eru stétt fagmanna sem leggur metnað í sína vinnu, og mönnum svíður að stjórnvöld styðji ekki við lögregluna, segir Snorri. Í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar LL og formanna svæðisdeilda landssambandsins á fimmtudag segir að sú staða hafi lengi verið að fækkað hafi í lögreglunni vegna ónógra fjárveitinga. Boðaður niðurskurður í lögreglunni í ár og á næsta ári muni augljóslega koma niður á þjónustustigi lögreglu um allt land, nái hann fram að ganga. Snorri segir lögreglumenn vel meðvitaða um reiðina í samfélaginu, betur en marga aðra þar sem þeir hafi tekið við reiði fólksins í búsáhaldabyltingunni. Þeir standi í nákvæmlega sömu sporum og almenningur, með skuldir og fjárhagsvanda eins og aðrir. „Lögreglumenn velta því nú alvarlega fyrir sér […] hvorum megin línunnar þeir muni standa komi til annarrar „búsáhaldabyltingar" í haust eða vetur," segir í ályktun stjórnar LL. Með þessu eru lögreglumenn ekki að hóta að hlýða ekki fyrirmælum, enda geta lögreglumenn ekki neitað að sinna þessum verkefnum, segir Snorri. En menn velti því fyrir sér hvers vegna þeir ættu að taka við slíkum svívirðingum aftur, myndist svipað ástand á ný. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í gær.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira