Nú verða orð að standa! Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. apríl 2009 00:01 Nú er ögurstund á Íslandi. Í 14 ár – eða allt frá kosningunum 1995 – hafa Íslendingar þráttað um kost og löst þess að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Umræðan hefur ávallt fallið í sama farið. Skipst hefur verið á gagnkvæmum fullyrðingum um hver niðurstaðan yrði. Aldrei hefur mátt láta á reyna. Aldrei mátt ganga úr skugga um hvað rétt sé. Bara gapað upp í vindinn. Ef öll umræða á Íslandi hefði verið á þessa bókina lærð hefði Ísland aldrei gerst aðili að neinu fjölþjóðlegu samstarfi. Aldrei tekið þátt í EFTA. Aldrei notið góðs af EES. Íslenska þjóðin væri enn að þræta. Enn að skiptast á gagnkvæmum fullyrðingum. Enn að gapa upp í vindinn. Aldrei neinn getað tekið af skarið. Sífellt fleirum verður nú ljóst, að áframhaldandi þráseta og þvergirðingsháttur mun óhjákvæmilega kosta þjóðina annað áfall, sem hún mun ekki rísa undir. Þrætubókarlistin mun reynast Íslendingum dýrkeyptari en svo að þjóðin fái við ráðið. Nú er ekki hægt lengur að drepa málunum á dreif. Við getum ekki gert okkur að athlægi erlendis með heimóttarskap eins og þeim að ætla að fá alþjóðastofnanir til þess að ganga erinda okkar í mörkun peningastefnu, um að taka upp norska krónu, eyri vaðmáls eða kúgildi sem gjaldmiðil. Nógu margir gera nú grín að íslensku þjóðinni svo það bætist ekki ofaná að láta líka hlægja að heimóttarskapnum. Við verðum að fá að vita kost og löst, ekki með því að halda áfram að skiptast á gagnkvæmum og innihaldslitlum fullyrðingum heldur með því að fá lagt á borðið hvaða niðurstöðum við getum náð. Af hverju má það ekki? Við hvað eru menn hræddir? Eftir fjórtán ár gapandi upp í vindinn? Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar vann í lok níunda áratugarins eftirminnilegan sigur á óðaverðbólgunni með þjóðarsáttarsamningunum. Alþýðuflokkurinn sat í þeirri ríkisstjórn. Sá árangur var þeirrar stærðar, að það þurfti sterk rök fyrir því að halda ekki því samstarfi áfram eftir kosningarnar 1991. Þau sterku rök voru, að án þess að skipta um ríkisstjórn var aðild Íslands að EES í sjálfheldu og væri það enn. Ef Alþýðuflokkurinn hefði ekki látið því samstarfi lokið hefði Ísland aldrei hafið samningaviðræður um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Landsmenn væru þá enn að rífast um hvort leita ætti slíkra samninga eins og þeir hafa þrætt um það nú í 14 ár hvort ætti að spyrjast fyrir um kjör Íslands hjá Evrópusambandinu. Þegar Samfylkingin var stofnuð kynnti hún sig sem valkost við Sjálfstæðisflokkinn. Loks væri kominn flokkur, sem gæti náð þeirri stærð að geta axlað stjórnarforystu í samkeppni við Sjálfstæðisflokkinn. Annað hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn – um það stæði valið. Hvaða rök voru þá fyrir því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2007? Sömu rök og réðu valinu eftir kosningarnar 1991 – að einungis þannig gæti Samfylkingin náð sérstöku baráttumáli sínu í höfn? Evrópumálunum. Það héldum við margir. Við héldum að sátt hefði náðst milli forystumanna um að leiða það mál til lykta á kjörtímabilinu. Eða voru það meginrökin að koma bara í veg fyrir að aðrir aðrir flokkar en Samfylkingin veldust til stjórnarsetu? Tíminn virðist nú hafa svarað þeirri spurningu. Hvað annað stendur eftir? Það svar er mér ekki að skapi. Svo er um fleiri af mínum félögum. Samfylkingin stendur ekki lengur nánast ein í afstöðu til Evrópu. Hún hefur fengið liðsinni atvinnulífsins og samtaka launafólks við þá stefnu að leita eftir viðræðum við Evrópusambandið. Allir þessir aðilar gera sér ljósa grein fyrir því að það er orðið lífsspursmál fyrir þjóðina að láta á það reyna strax hvaða skilmála Íslendingar geta fengið sæki þeir um aðild að Evrópusambandinu og að þjóðin fái svo að taka afstöðu til þeirra skilmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Samfylkingin ekki situr við sinn keip, ef hún selur þetta baráttumál sitt fyrir kosningar fyrir völd eftir kosningar þá er aðild sú, sem ég átti að stofnun hennar, ein mestu mistök sem ég hef gert á mínum stjórnmálaferli. Svo einfalt er það. Svo skýrt. Höfundur stóð sem formaður Alþýðuflokksins að stofnun Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Nú er ögurstund á Íslandi. Í 14 ár – eða allt frá kosningunum 1995 – hafa Íslendingar þráttað um kost og löst þess að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Umræðan hefur ávallt fallið í sama farið. Skipst hefur verið á gagnkvæmum fullyrðingum um hver niðurstaðan yrði. Aldrei hefur mátt láta á reyna. Aldrei mátt ganga úr skugga um hvað rétt sé. Bara gapað upp í vindinn. Ef öll umræða á Íslandi hefði verið á þessa bókina lærð hefði Ísland aldrei gerst aðili að neinu fjölþjóðlegu samstarfi. Aldrei tekið þátt í EFTA. Aldrei notið góðs af EES. Íslenska þjóðin væri enn að þræta. Enn að skiptast á gagnkvæmum fullyrðingum. Enn að gapa upp í vindinn. Aldrei neinn getað tekið af skarið. Sífellt fleirum verður nú ljóst, að áframhaldandi þráseta og þvergirðingsháttur mun óhjákvæmilega kosta þjóðina annað áfall, sem hún mun ekki rísa undir. Þrætubókarlistin mun reynast Íslendingum dýrkeyptari en svo að þjóðin fái við ráðið. Nú er ekki hægt lengur að drepa málunum á dreif. Við getum ekki gert okkur að athlægi erlendis með heimóttarskap eins og þeim að ætla að fá alþjóðastofnanir til þess að ganga erinda okkar í mörkun peningastefnu, um að taka upp norska krónu, eyri vaðmáls eða kúgildi sem gjaldmiðil. Nógu margir gera nú grín að íslensku þjóðinni svo það bætist ekki ofaná að láta líka hlægja að heimóttarskapnum. Við verðum að fá að vita kost og löst, ekki með því að halda áfram að skiptast á gagnkvæmum og innihaldslitlum fullyrðingum heldur með því að fá lagt á borðið hvaða niðurstöðum við getum náð. Af hverju má það ekki? Við hvað eru menn hræddir? Eftir fjórtán ár gapandi upp í vindinn? Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar vann í lok níunda áratugarins eftirminnilegan sigur á óðaverðbólgunni með þjóðarsáttarsamningunum. Alþýðuflokkurinn sat í þeirri ríkisstjórn. Sá árangur var þeirrar stærðar, að það þurfti sterk rök fyrir því að halda ekki því samstarfi áfram eftir kosningarnar 1991. Þau sterku rök voru, að án þess að skipta um ríkisstjórn var aðild Íslands að EES í sjálfheldu og væri það enn. Ef Alþýðuflokkurinn hefði ekki látið því samstarfi lokið hefði Ísland aldrei hafið samningaviðræður um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Landsmenn væru þá enn að rífast um hvort leita ætti slíkra samninga eins og þeir hafa þrætt um það nú í 14 ár hvort ætti að spyrjast fyrir um kjör Íslands hjá Evrópusambandinu. Þegar Samfylkingin var stofnuð kynnti hún sig sem valkost við Sjálfstæðisflokkinn. Loks væri kominn flokkur, sem gæti náð þeirri stærð að geta axlað stjórnarforystu í samkeppni við Sjálfstæðisflokkinn. Annað hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn – um það stæði valið. Hvaða rök voru þá fyrir því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2007? Sömu rök og réðu valinu eftir kosningarnar 1991 – að einungis þannig gæti Samfylkingin náð sérstöku baráttumáli sínu í höfn? Evrópumálunum. Það héldum við margir. Við héldum að sátt hefði náðst milli forystumanna um að leiða það mál til lykta á kjörtímabilinu. Eða voru það meginrökin að koma bara í veg fyrir að aðrir aðrir flokkar en Samfylkingin veldust til stjórnarsetu? Tíminn virðist nú hafa svarað þeirri spurningu. Hvað annað stendur eftir? Það svar er mér ekki að skapi. Svo er um fleiri af mínum félögum. Samfylkingin stendur ekki lengur nánast ein í afstöðu til Evrópu. Hún hefur fengið liðsinni atvinnulífsins og samtaka launafólks við þá stefnu að leita eftir viðræðum við Evrópusambandið. Allir þessir aðilar gera sér ljósa grein fyrir því að það er orðið lífsspursmál fyrir þjóðina að láta á það reyna strax hvaða skilmála Íslendingar geta fengið sæki þeir um aðild að Evrópusambandinu og að þjóðin fái svo að taka afstöðu til þeirra skilmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Samfylkingin ekki situr við sinn keip, ef hún selur þetta baráttumál sitt fyrir kosningar fyrir völd eftir kosningar þá er aðild sú, sem ég átti að stofnun hennar, ein mestu mistök sem ég hef gert á mínum stjórnmálaferli. Svo einfalt er það. Svo skýrt. Höfundur stóð sem formaður Alþýðuflokksins að stofnun Samfylkingarinnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun