Hamburg gerði sér lítið fyrir og vann 3-1 sigur á Manchester City í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum UEFA-bikarkeppninnar.
Stephen Ireland kom City yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en Joris Mathijsen jafnaði metin fyrir heimamenn aðeins átta mínútum síðar.
Piotr Trochowski kom svo Hamburg yfir úr víti á 63. mínútu og Jose Paolo Guerrero innsiglaði góðan sigur Þjóðverjanna á 79. mínútu.
Fyrr í kvöld vann Shakhtar Donetsk 2-0 sigur á Marseille. Þá gerðu PSG og Dinamo Kiev markalaust jafntefli og Werder Bremen vann 3-1 sigur á Udinese.
Diego skoraði tvö marka Werder Bremen og Hugo Almeida það þriðja. Fabio Quagliarella skoraði mark Udinese.
Þetta voru fyrri viðureignir liðanna í fjórðungsúrslitum keppninnar.
Hamburg tók Manchester City í karphúsið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn




„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn