Áttu að slíta starfsemi Samvinnutrygginga fyrir löngu 7. desember 2009 18:31 Slíta hefði átt starfsemi Samvinnutrygginga sumarið 1994, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga. Fjármunir félagsins hafa síðan meðal annars verið notaðir til fjárfestinga með Finni Ingólfssyni og til að kaupa Búnaðarbankann af íslenska ríkinu. Fjárfestingafélagið Gift var stofnað upp úr eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum, sumarið 2007. Þetta vakti töluverða athygli, enda stóð til að Gift yrði skipt upp milli allra þeirra sem áttu réttindi í samvinnutryggingum. Félagið átti meðal annars hlut í Icelandair, en einnig stóran hlut í kaupþingi og Exista, auk hluta í Straumi og Landsbankanum. Fyrir hrun námu eignir félagsins tugum milljarða króna. Tugir þúsunda Íslendinga sem áður tryggðu hjá Samvinnutryggingum áttu rétt til að eignast hlut í Gift, en fengu aldrei, því megið af eignunum hvarf í hruninu. Milljarða skuldir standa eftir. Lagastofnun var falið að rannsaka starfsemi félagsins í fyrra. Skýrsla um málið, sem Stefán Már Stefánsson, prófessor vann, liggur nú fyrir, en hefur ekki verið birt. Eftir því sem fréttastofan kemst næst, er það afdráttarlaus meginniðurstaða Stefáns, að Samvinnutryggingum hefði átt að slíta sumarið 1994. Þá var nettóeign félagsins, samkvæmt heimildum fréttastofu um 220 milljónir króna. En enda þótt þau fyrirtæki og einstaklingar sem í reynd áttu félagið, hafi aldrei séð krónu, þá hafa fjármunir félagsins nýst ýmsum við ýmsar fjárfestingar, eftir að því átti að slíta, samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar. Til að mynda átti félagið hlut í Eglu sem aftur átti þátt í að kaupa stóran hlut í Búnaðarbankanum árið 2002. Þá hefur félagið einnig átt hlut í Langflugi á móti Finni Ingólfssyni. Það félag hefur aftur verið stór eigandi í Icelandair. Finnur sjálfur, var þegar síðast fréttist, stjórnarformaður Samvinnusjóðsins, sem að líkindum var ráðandi afl innan eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Slíta hefði átt starfsemi Samvinnutrygginga sumarið 1994, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga. Fjármunir félagsins hafa síðan meðal annars verið notaðir til fjárfestinga með Finni Ingólfssyni og til að kaupa Búnaðarbankann af íslenska ríkinu. Fjárfestingafélagið Gift var stofnað upp úr eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum, sumarið 2007. Þetta vakti töluverða athygli, enda stóð til að Gift yrði skipt upp milli allra þeirra sem áttu réttindi í samvinnutryggingum. Félagið átti meðal annars hlut í Icelandair, en einnig stóran hlut í kaupþingi og Exista, auk hluta í Straumi og Landsbankanum. Fyrir hrun námu eignir félagsins tugum milljarða króna. Tugir þúsunda Íslendinga sem áður tryggðu hjá Samvinnutryggingum áttu rétt til að eignast hlut í Gift, en fengu aldrei, því megið af eignunum hvarf í hruninu. Milljarða skuldir standa eftir. Lagastofnun var falið að rannsaka starfsemi félagsins í fyrra. Skýrsla um málið, sem Stefán Már Stefánsson, prófessor vann, liggur nú fyrir, en hefur ekki verið birt. Eftir því sem fréttastofan kemst næst, er það afdráttarlaus meginniðurstaða Stefáns, að Samvinnutryggingum hefði átt að slíta sumarið 1994. Þá var nettóeign félagsins, samkvæmt heimildum fréttastofu um 220 milljónir króna. En enda þótt þau fyrirtæki og einstaklingar sem í reynd áttu félagið, hafi aldrei séð krónu, þá hafa fjármunir félagsins nýst ýmsum við ýmsar fjárfestingar, eftir að því átti að slíta, samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar. Til að mynda átti félagið hlut í Eglu sem aftur átti þátt í að kaupa stóran hlut í Búnaðarbankanum árið 2002. Þá hefur félagið einnig átt hlut í Langflugi á móti Finni Ingólfssyni. Það félag hefur aftur verið stór eigandi í Icelandair. Finnur sjálfur, var þegar síðast fréttist, stjórnarformaður Samvinnusjóðsins, sem að líkindum var ráðandi afl innan eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira