Kjartan lagði að Geir að afþakka styrkina 14. apríl 2009 05:00 Geir H. Haarde tók einn ákvörðun um að þiggja boð til Sjálfstæðisflokksins um háa fjárstyrki frá FL Group og Landsbankanum seint á árinu 2006. Hann taldi nauðsynlegt að veita styrkjunum viðtöku til að rétta fjárhag flokksins af. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Kjartani Gunnarssyni kunnugt um að flokknum stæðu ofurstyrkirnir til boða. Hann hefur ítrekað neitað því að hafa vitað af þeim. Heimildirnar herma að Kjartan hafi ráðlagt Geir að afþakka styrkina, enda væru þeir allt of háir til að geta talist eðlilegir og úr takti við styrki sem flokkurinn hafði þegið. Geir hafði ráð Kjartans að engu og lét venjur flokksins víkja fyrir tækifæri til að greiða niður háar skuldir. Þegar þetta var hafði Geir verið formaður Sjálfstæðisflokksins í eitt ár og framkvæmdastjóraskipti stóðu fyrir dyrum; Andri Óttarsson var að taka við af Kjartani, sem gegnt hafði starfinu frá 1980. Haustið 2006 var fjárhagsstaða Sjálfstæðisflokksins mjög slæm. Flokkurinn hafði kostað miklu til í kosningabaráttu sveitarstjórnarkosninganna fyrr á árinu, ekki síst í Reykjavík þar sem háum fjárhæðum var varið til að afla flokknum fylgis sem gæti fleytt honum í meirihluta. Það tókst, Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihluta með Framsókn, en eftir stóð flokkurinn skuldum vafinn. Til að rétta af fjárhaginn var ráðist í umfangsmikið átak haustið 2006. Þá hafði nefnd, sem fjallaði um fjármál stjórnmálaflokka og undirbjó frumvarp þar um, starfað í rúmt ár. Fjáröflun sjálfstæðismanna tók mið af því að ný lög, með miklum takmörkunum á öflun styrkja, vofðu yfir. Um það var almenn vitneskja meðal stjórnmálamanna og vitaskuld sérstaklega þeirra sem sátu í nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Gunnarsson voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, auk Gunnars Ragnars, sem starfað hefur fyrir flokkinn um árabil. Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Geir H. Haarde tók einn ákvörðun um að þiggja boð til Sjálfstæðisflokksins um háa fjárstyrki frá FL Group og Landsbankanum seint á árinu 2006. Hann taldi nauðsynlegt að veita styrkjunum viðtöku til að rétta fjárhag flokksins af. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Kjartani Gunnarssyni kunnugt um að flokknum stæðu ofurstyrkirnir til boða. Hann hefur ítrekað neitað því að hafa vitað af þeim. Heimildirnar herma að Kjartan hafi ráðlagt Geir að afþakka styrkina, enda væru þeir allt of háir til að geta talist eðlilegir og úr takti við styrki sem flokkurinn hafði þegið. Geir hafði ráð Kjartans að engu og lét venjur flokksins víkja fyrir tækifæri til að greiða niður háar skuldir. Þegar þetta var hafði Geir verið formaður Sjálfstæðisflokksins í eitt ár og framkvæmdastjóraskipti stóðu fyrir dyrum; Andri Óttarsson var að taka við af Kjartani, sem gegnt hafði starfinu frá 1980. Haustið 2006 var fjárhagsstaða Sjálfstæðisflokksins mjög slæm. Flokkurinn hafði kostað miklu til í kosningabaráttu sveitarstjórnarkosninganna fyrr á árinu, ekki síst í Reykjavík þar sem háum fjárhæðum var varið til að afla flokknum fylgis sem gæti fleytt honum í meirihluta. Það tókst, Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihluta með Framsókn, en eftir stóð flokkurinn skuldum vafinn. Til að rétta af fjárhaginn var ráðist í umfangsmikið átak haustið 2006. Þá hafði nefnd, sem fjallaði um fjármál stjórnmálaflokka og undirbjó frumvarp þar um, starfað í rúmt ár. Fjáröflun sjálfstæðismanna tók mið af því að ný lög, með miklum takmörkunum á öflun styrkja, vofðu yfir. Um það var almenn vitneskja meðal stjórnmálamanna og vitaskuld sérstaklega þeirra sem sátu í nefndinni. Guðlaugur Þór Þórðarson og Kjartan Gunnarsson voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, auk Gunnars Ragnars, sem starfað hefur fyrir flokkinn um árabil.
Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira