Körfubolti

Ágúst: Er eyðilagður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágúst Björgvinsson landsliðsþjálfari.
Ágúst Björgvinsson landsliðsþjálfari. Mynd/Vilhelm

Ágúst Björgvinsson segist vera miður sín vegna ákvörðunar stjórnar KKÍ að segja honum upp störfum sem þjálfari kvennalandsliðs Íslands í körfubolta.

„Þetta er eitthvað sem mér finnst mjög leiðinlegt. Ég er í raun alveg eyðilagður vegna þessa,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi.

„Ég er búinn að leggja mikinn metnað í þetta starf og körfuboltann í heild sinni. Ég er samt sáttur við að hafa fengið að vinna með þessum leikmönnum og óska þeim alls hins besta.“

Samkvæmt fréttatilkynningu sem KKÍ sendi frá sér í dag átti sér stað trúnaðarbrestur á milli Ágústs og KKÍ.

Hann vildi þó ekki segja hvers eðlis sá trúnaðarbrestur er. 

„Ég vil halda því á milli mín og stjórnar KKÍ að svo stöddu. Ég kýs ekki að tjá mig um það.“


Tengdar fréttir

KKÍ sagði upp samningi Ágústs

KKÍ hefur ákveðið að segja upp samningi Ágústs Björgvinssonar landslðsþjálfara kvenna. Ástæðan er sögð vera trúnaðarbrestur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×