Viðskipti innlent

Reykjavík fellur um 28 sæti á lista yfir dýrustu borgirnar

Reykjavík hefur fallið um 28 sæti á listanum yfir dýrustu borgir heimsins. Það er tímaritið The Economist sem tekur saman þennan lista á hverju ári.

Reykjavík var í 39. sæti á listanum fyrir sex mánuðum síðan en er nú dottin niður í 67. sæti. Fram kemur í Economist að gjaldmiðlabreytingar hafa haft veruleg áhrif á uppröðun borga á listanum. Þannig er London í fyrsta sinn frá árinu 2002 orðin ódýrari borg en New York.

Osló heldur fyrsta sætinu sem dýrasta borg heimsins. Næst á eftir koma París, Kaupmannahöfn og Helsinki.

Listinn er byggður á yfir 160 vörum og þjónustum sem borgirnar bjóða upp á. Má þar m.a. nefna mat, áfengi, heimilistæki og fatnað.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×