Viðskipti innlent

Skilanefnd Landsbankans eignast hlut í skartgripakeðju

Skilanefnd Landsbankans er að eignast stóran hlut í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Mappin & Webb, Watches of Switzerland og Goldsmiths, en bankinn hefur breytt 42 milljónum punda af skuldum eigenda félagsins í hlutafé. Það samsvarar 8,6 milljörðum króna.

Greint er frá því í breskum fjölmiðlum að Don McCarthy, forstjóri fyrirtækisins, hafi gengið frá meginatriðum samkomulagsins við skilanefndina síðastliðinn föstudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×