Viðskipti innlent

Kaupþing tekur yfir rekstur Pennans

Penninn rekur meðal annars bókabúð Máls og menningar.
Penninn rekur meðal annars bókabúð Máls og menningar.
Nýi Kaupþing banki mun taka yfir rekstur Pennans ehf en undanfarna mánuði hefur bankinn átt í viðræðum við eigendur fyrirtækisins um endurskipulagningu á fyrirtækinu til að bjarga rekstrinum. Í tilkynningu frá Nýja Kaupþingi segir að gert sé ráð fyrir að rekstur Pennans á Íslandi verði að mestu leyti með óbreyttu sniði.

Penninn var stofnaður 1932 og hefur í áranna rás þjónustað fyrirtæki og einstaklinga með bækur, ritföng, skrifstofuvörur og húsgögn. Undir rekstur Pennans heyra m.a. verslanir Eymundsson, Griffill, Bókabúð Máls & Menningar, Islandia og Saltfélagið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×