Viðskipti erlent

Samdráttarskeiðinu lokið í Rússlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kudrin segir að samdráttarskeiðinu í Rússlandi sé lokið. Mynd/ AFP.
Kudrin segir að samdráttarskeiðinu í Rússlandi sé lokið. Mynd/ AFP.
Samdráttarskeiðið í Rússlandi er á enda og gera má ráð fyrir um 2% hagvexti á fjórða ársfjórðungi í ár vegna hækkunar á olíuverði. Þetta var haft eftir Alexei Kudrin, fjármálaráðherra Rússa, í dag.

„Við sjáum nú þegar hagvöxt í Rússlandi... samdráttarskeiðið er á enda," sagði Kudrin í samtali við Interfax fréttastofuna. Hann sagði að svo lengi sem verð á olíutunnunni yrði í kringum 70-80 dollara yrði hagvöxtur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×