Lífið

„Bjart ár framundan hjá FG í ræðumennskunni"

Skólalíf skrifar
Stefán Snær Stefánsson, frummælandi meðmælenda.
Stefán Snær Stefánsson, frummælandi meðmælenda.
„Keppnin gekk frábærlega vel fyrir sig, allir ræðumenn komu vel undirbúnir til leiks og ljóst að mikil vinna lá þarna að baki. Við þjálfararnir vorum reglulega ánægðir með þetta. Það er bjart ár framundan hjá FG í ræðumennskunni,“ segir Viktor Hrafn Hólmgeirsson, einn þjálfara ræðuliðs Fjölbrautarskólans í Garðabæ.

Ræðukeppnin Fabius Quintilianus fór fram í FG í síðustu viku, en eins og greint var frá á Skólalífi var gefið frí í tímum á meðan keppninni stóð. Tvö lið skipuð nemendum skólans tókust á um fullyrðinguna „Heimurinn versnandi fer“ og mælti annað liðið með en hitt á móti.

Keppnin fór fram í samstarfi við áfangann MOR102 sem kenndur er við skólann og einblínir á ræðumennsku í MORFÍS-stíl. Það voru kennarar áfangans, sem jafnframt eru þjálfarar ræðuliðsins, sem dæmdu keppnina.

Ekki er ólíklegt að ræðumenn liðanna sem takast á í keppninni komi til með að skipa ræðulið FG í vetur. Ræðumennirnir skiluðu flestir þéttri framistöðu miðað við ræðukeppni af þessum toga og ljóst að FG á mikið inni fyrir veturinn. Það er ekki seinna vænna fyrir áhugamenn um MORFÍS að kynna sér efnivið skólans fyrir komandi MORFÍS-ár, en hægt er að nálgast upptöku af keppninni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.