Umfjöllun: Dramatíkin alls ráðandi í Krikanum í kvöld Ómar Þorgeirsson skrifar 26. nóvember 2009 21:05 Bjarki Sigurðsson tryggði FH ótrúlegan 25-24 sigur gegn Fram í N1-deild karla í kvöld. Mynd/Vilhelm FH-ingar blönduðu sér í toppbaráttu N1-deildar karla af fullum þunga í kvöld eftir dramatískan 25-24 sigur gegn Frömurum í vægast sagt kaflaskiptum leik í Kaplakrika í kvöld en staðan var jöfn 14-14 í hálfleik. Heimamenn í FH byrjuðu leikinn af miklum krafti og útlit var fyrir að þeir myndu hreinlega keyra yfir Fram en staðan var orðin 9-3 eftir rúmar tíu mínútur og gestirnir í tómu tjóni. Þá urðu heimamenn hins vegar heldur til of værukærir bæði sóknarlega og varnarlega og héldu greinilega að þeir þyrftu ekki að hafa neitt fyrir hlutunum og gestirnir í Fram kunnu heldur betur að nýta sér það. Fram fór að spila með meira sjálfstrausti og festu en nokkru sinni til þessa í vetur og svaraði með því að skora níu mörk á móti einu marki hjá FH á rúmlega tíu mínútna leikkafla og breytti stöðunni í 10-12. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir FH-inga þá misstu þeir stórskyttuna Ólaf Guðmundsson meiddan að velli og útlitið var því ekki gott. FH náði hins vegar að bíta frá sér á lokamínútum hálfleiksins og staðan var jöfn, 14-14, þegar hálfleiksflautan gall. Sterkur varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum framan af seinni hálfleiknum og markvarsla öflug en minna fór fyrir sóknartilburðum. Framarar báru sig þó heldur betur að með þá Halldór Jóhann Sigfússon og Magnús Stefánsson í ágætis formi en sóknarleikur FH-inga var hreinlega í molum. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan orðin 18-22 Fram í vil og allt útlit fyrir að gestirnir myndu vinna frækinn sigur. En það reyndist heldur betur ekki verða raunin. Á ótrúlegum lokamínútum náði FH að snúa leiknum sér í vil og hirða bæði stigin sem í boði voru. Heimamenn gátu sér í lagi þakkað markverðinum Pálmari Péturssyni, sem varði 25 skot í leiknum, fyrir að stíga upp þegar mest á reyndi en hann varði meðal annars vítakast í stöðunni 23-24 og dauðafæri úr horninu í stöðunni 24-24 á lokamínútunni. Það var við hæfi að gamli refurinn Bjarki Sigurðsson innsiglaði sigurinn fyrir heimamenn úr vítakasti á lokasekúndinni en Bjarki skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur hjá FH ásamt Ólafi Gústafssyni. Sigurinn kom FH upp að hlið Hauka í öðru til þriðja sæti deildarinnar og gefur liðinu sjálfstraust upp á framhaldið að gera enda mikilvægt að hala inn stigin einnig þegar menn er ef til vill ekki að spila sinn besta leik. Hjá Fram var Halldór Jóhann Sigfússon markahæstur með tíu mörk en þrátt fyrir svekkjandi tap var greinilegt batamerki á leik liðsins og leikmenn voru nú að berjast hver fyrir annan. Liðið spilaði ágæta vörn lengst af í leiknum og Magnús Gunnar Erlendsson átti góðan leik í markinu og varði 23 skot.Tölfræðin:FH-Fram 25-24 (14-14) Mörk FH (skot): Bjarki Sigurðsson 6 (7/1), Ólafur Gústafsson 6 (15), Ólafur Guðmundsson 4 (7), Örn Ingi Bjarkason 3 (9), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (3), Hermann Björnsson 1 (3), Guðmundur Pedersen 1 (3/1), Pálmar Pétursson 0 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 25/3 (24/4, 51%) Hraðaupphlaup: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Utan vallar: 8 mínúturMörk Fram (skot): Halldór Jóhann Sigfússon 10/4 (16/6), Magnús Stefánsson 6 (9), Jóhann Karl Reynisson 2 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (5), Arnar Birki Hálfdansson 2 (7/1), Andri Berg Haraldsson 2 (12).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 23/1 (25/1, 48%)Hraðaupphlaup: 4 (Stefán Baldvin 2, Magnús, Arnar Birkir)Fiskuð víti: 7 (Stefán Baldvin 3, Halldór Jóhann 2, Magnús 2)Utan vallar: 18 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Sjá meira
FH-ingar blönduðu sér í toppbaráttu N1-deildar karla af fullum þunga í kvöld eftir dramatískan 25-24 sigur gegn Frömurum í vægast sagt kaflaskiptum leik í Kaplakrika í kvöld en staðan var jöfn 14-14 í hálfleik. Heimamenn í FH byrjuðu leikinn af miklum krafti og útlit var fyrir að þeir myndu hreinlega keyra yfir Fram en staðan var orðin 9-3 eftir rúmar tíu mínútur og gestirnir í tómu tjóni. Þá urðu heimamenn hins vegar heldur til of værukærir bæði sóknarlega og varnarlega og héldu greinilega að þeir þyrftu ekki að hafa neitt fyrir hlutunum og gestirnir í Fram kunnu heldur betur að nýta sér það. Fram fór að spila með meira sjálfstrausti og festu en nokkru sinni til þessa í vetur og svaraði með því að skora níu mörk á móti einu marki hjá FH á rúmlega tíu mínútna leikkafla og breytti stöðunni í 10-12. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir FH-inga þá misstu þeir stórskyttuna Ólaf Guðmundsson meiddan að velli og útlitið var því ekki gott. FH náði hins vegar að bíta frá sér á lokamínútum hálfleiksins og staðan var jöfn, 14-14, þegar hálfleiksflautan gall. Sterkur varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum framan af seinni hálfleiknum og markvarsla öflug en minna fór fyrir sóknartilburðum. Framarar báru sig þó heldur betur að með þá Halldór Jóhann Sigfússon og Magnús Stefánsson í ágætis formi en sóknarleikur FH-inga var hreinlega í molum. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan orðin 18-22 Fram í vil og allt útlit fyrir að gestirnir myndu vinna frækinn sigur. En það reyndist heldur betur ekki verða raunin. Á ótrúlegum lokamínútum náði FH að snúa leiknum sér í vil og hirða bæði stigin sem í boði voru. Heimamenn gátu sér í lagi þakkað markverðinum Pálmari Péturssyni, sem varði 25 skot í leiknum, fyrir að stíga upp þegar mest á reyndi en hann varði meðal annars vítakast í stöðunni 23-24 og dauðafæri úr horninu í stöðunni 24-24 á lokamínútunni. Það var við hæfi að gamli refurinn Bjarki Sigurðsson innsiglaði sigurinn fyrir heimamenn úr vítakasti á lokasekúndinni en Bjarki skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur hjá FH ásamt Ólafi Gústafssyni. Sigurinn kom FH upp að hlið Hauka í öðru til þriðja sæti deildarinnar og gefur liðinu sjálfstraust upp á framhaldið að gera enda mikilvægt að hala inn stigin einnig þegar menn er ef til vill ekki að spila sinn besta leik. Hjá Fram var Halldór Jóhann Sigfússon markahæstur með tíu mörk en þrátt fyrir svekkjandi tap var greinilegt batamerki á leik liðsins og leikmenn voru nú að berjast hver fyrir annan. Liðið spilaði ágæta vörn lengst af í leiknum og Magnús Gunnar Erlendsson átti góðan leik í markinu og varði 23 skot.Tölfræðin:FH-Fram 25-24 (14-14) Mörk FH (skot): Bjarki Sigurðsson 6 (7/1), Ólafur Gústafsson 6 (15), Ólafur Guðmundsson 4 (7), Örn Ingi Bjarkason 3 (9), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (3), Hermann Björnsson 1 (3), Guðmundur Pedersen 1 (3/1), Pálmar Pétursson 0 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 25/3 (24/4, 51%) Hraðaupphlaup: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Utan vallar: 8 mínúturMörk Fram (skot): Halldór Jóhann Sigfússon 10/4 (16/6), Magnús Stefánsson 6 (9), Jóhann Karl Reynisson 2 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (5), Arnar Birki Hálfdansson 2 (7/1), Andri Berg Haraldsson 2 (12).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 23/1 (25/1, 48%)Hraðaupphlaup: 4 (Stefán Baldvin 2, Magnús, Arnar Birkir)Fiskuð víti: 7 (Stefán Baldvin 3, Halldór Jóhann 2, Magnús 2)Utan vallar: 18 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Sjá meira