Innlent

Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði

Óttarr Guðlaugsson, formaður hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga, Jóhanna Guðjónsdóttir og Ásmundur Þórisson
Óttarr Guðlaugsson, formaður hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga, Jóhanna Guðjónsdóttir og Ásmundur Þórisson
Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum.

Gróðrarstöðin Lambhagi hélt upp á þrjátíu ára starfsafmæli þann 21. júní s.l. og segja eigendur að framtíðin sé björt í þeirra rekstri og ýmsar nýjungar í undirbúningi jafnframt því sem fyrirhugað er að bæta við fleiri gróðurhúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×