Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á niðurleið

Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur á niðurleið eftir nokkra hækkanahrinu undanfarna daga. Hæst komst verðið í rúmlega 54 dollara á tunnuna en í morgun var það komið í rétt rúmlega 53 dollara.

Toby Hassall greinandi hjá Commodity Warrants í Ástralíu segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að framboð sé enn töluvert umfram eftirspurn á olíu og að ekkert bendi til að slíkt breytist í náinni framtíð. "Olíubirgðir eru enn að hlaðast upp sem endurspeglar veika eftirspurn eftir olíu," segir Hassall.

Þá er almennt talið að eftirspurn eftir olíu muni ekki aukast frá því sem nú er fyrr en fjármálakreppunni léttir og uppsveifla fari aftur í gang á fjármálamörkuðum heimsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×