Innlent

L-listinn gagnrýnir Sjálfstæðisflokk og VG

Frá kynningarfundi forystumanna L-listans með fréttamönnum 3. mars sl.
Frá kynningarfundi forystumanna L-listans með fréttamönnum 3. mars sl.
L-listi fullveldissinna hafnar því alfarið að hægt sé að starfa með Samfylkingunni á grunni þeirrar stefnu sem flokkurinn setur nú í öndvegi að sækja um aðild að ESB. Framboðið varar við tækifærispólitík og hentistefnu gömlu stjórnmálaflokkanna sem hvergi verði átakanalegri en í orðræðu Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um Evrópumál, að fram kemur í tilkynningu L-listans.

Í hádegisfréttum og viðtali við Fréttablaðið í dag sagðist Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, geta fundið þann flöt á Evrópumálunum sem samrýmist stefnu Samfylkingar.

„Fullveldissinnar telja að fullveldi og frelsi þjóðarinnar stafi hætta af þeirri hentistefnu sem birtist í orðum formanns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Þá lýsa fullveldissinnar yfir vonbrigðum með þá stefnubreytingu sem orðin er hjá Sjálfstæðisflokki þar sem nú er lögð áhersla á marklausar forkosningar um ESB aðild."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×