Viðskipti erlent

Volkswagen eykur umtalsvert við markaðshlutdeild sína

Volkswagen Group hefur aukið markaðshlutdeild sína umtalsvert miðað við helstu keppinauta á heimssölumarkaðnum. Meðan heildarsala bíla í heiminum hefur minnkað um u.þ.b. 20% hefur aðeins orðið 4,7% samdráttur hjá Volkswagen Group.

Í tilkynningu frá Heklu um málið segir að jafnframti seldi Volkswagen Group 1,3% fleiri bíla í apríl í ár en apríl 2008. Er ekki að efa að nýjar tegundir og hagkvæmari vélar hafa gert sitt.

Athyglisverð þróun hefur orðið í einstökum löndum Evrópu. Þannig hefur salan í Frakklandi dregist saman um 7% en sala bíla frá Volkswagen Group hefur aukist um 6,5%. Tegundir frá Volkswagen, Polo og Golf, hafa gert gott betur því salan á þeim í Frakklandi hefur aukist um 16%.

Markaðshlutdeild Volkswagen Group eykst umtalsvert og Volkswagen er sem fyrr langsöluhæsta vörumerkið í Evrópu og eykur sölu sína milli mánaðanna apríl 2008 og apríl 2009. Þá gengur Skoda vel og selst betur nú en á sama tíma í fyrra. Hið sama má segja um Audi. Markaðshlutdeild Audi eykst um 0,5% milli áranna 2008 og 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×