Jarðtengdir stjórnmálamenn óskast Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 15. október 2009 06:00 Nú rúmu ári eftir hrunið sjá íslensk fyrirtæki ekki enn til lands. Rekstrarumhverfi þeirra er skelfilegt – endurfjármögnun er í uppnámi, háir vextir gera það fjármagn sem í boði er of dýrt til að réttlæta framkvæmdir, há verðbólga, fallandi eða hrunin eftirspurn, handónýtur gjaldmiðill og svo mætti áfram telja. Lunginn úr atvinnulífinu hefur fyrir löngu pakkað saman í vörn og bíður átekta – bíður eftir því að rekstrarumhverfið komist í það horf að hægt sé að fara að skapa verðmæti og ráða fólk til vinnu. Fyrir mörg fyrirtæki er tíminn einfaldlega að renna út. Illa haldið á IcesaveAndrés MagnússonEn eftir hverju er beðið? Svarið er einfalt: að stjórnmálamenn á Íslandi klári Icesave-málið. Það skal hins vegar tekið fram að innan raða atvinnurekenda eru og hafa verið mjög skiptar skoðanir á Icesave eins og hjá þjóðinni allri. Margir atvinnurekendur telja að þjóðinni beri ekki að borga Icesave á meðan aðrir telja það bæði rétt og siðferðislega skyldu þjóðarinnar að greiða sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi lágmarksinnistæður á sama hátt og innistæður Íslendinga voru tryggðar við hrunið. Langflestir atvinnurekendur telja hins vegar að stjórnvöld á Íslandi hafi haldið afar illa á Icesave-málinu frá upphafi enda er mjög auðvelt að gagnrýna það ferli allt saman. Hins vegar skipta þessar skoðanir nú litlu máli. Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut – staðreyndum – og verðum að taka ákvarðanir í samræmi við þær. Við getum haft allar skoðanir á fortíðinni en henni breytum við ekki. Það eru ákvarðanirnar í dag sem skipta máli – ákvarðanir sem koma til með að móta framtíðina. Íslenskir stjórnmálamenn hafa eytt gríðarlegri orku og dýrmætum tíma í umfjöllun um Icesave-málið og er það að mörgu leyti vel. Hins vegar er mál að linni. Talið er að skuldir ríkisins muni vaxa úr 300 milljörðum árið 2007 í 2.000 milljarða á næsta ári ef gert er ráð fyrir að kostnaður þjóðarinnar vegna Icesave verði um 300 milljarðar. Hlutur Icesave í heildarskuldum þjóðarinnar verður því sennilega í kringum 15%. Umfjöllun um þessi 15% hefur fengið mikla umfjöllun á meðan varla hefur verið minnst á aðra kostnaðarliði í hruninu – marga álíka stóra og Icesave, s.s. fjármögnun Seðlabankans til að koma í veg fyrir gjaldþrot hans og inngreiðslur í peningamarkssjóði bankanna, kostnaðarliður sem stjórnmálamenn bera þó beina ábyrgð á. Skelfilegar afleiðingarÍ síðustu viku komu fram greinargerðir frá Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um áhrif þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og þar með afgreiðslu lána frá vinaþjóðum. Eru afleiðingarnar hreint út sagt skelfilegar en allir ættu að vita að forsendur fyrir endurskoðuninni og þar með afgreiðslu lána er bundnar við lausn Icesave. Allt hangir því saman við lausn Icesave-málsins – það hefur hreinlega verið stafað ofan í þjóðina. Enn eru þó stjórnmálamenn sem fullyrða annað, telja réttast að greiða ekki Icesave, reka beri AGS heim, að þjóðin geti ein og sér unnið sig út úr vandræðunum. Vandinn er hins vegar að þessum fullyrðingum fylgja engar útfærðar leiðir og á meðan svo er er vart hægt að taka þær trúanlegar. Stjórnmálamenn axli ábyrgðVið núverandi aðstæður krefst íslenskt viðskiptalíf þess að stjórnmálamenn axli ábyrgð hvar í flokki sem þeir standa. Íslenskt viðskiptalíf þolir ekki frekari tafir í þessu máli. Þeir stjórnmálamenn sem telja að þeir sjálfir spili veigamesta hlutverkið í uppbyggingu þjóðarinnar eru á villigötum. Þeirra hlutverk er m.a. að sjá til þess að ytra umhverfi viðskiptalífsins sé með þeim hætti að fyrirtæki fái þrifist – að þau geti skapað verðmæti og störf fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Hver einasti dagur, hver einasta vika sem líður við núverandi aðstæður er þjóðinni afar dýr. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því að þeir geta ekki einblínt á útgjöld á borð við Icesave en skeytt engu um það hversu dýr þessi töf er orðin í töpuðum tekjum – töpuðum skatttekjum frá bæði fyrirtækum og heimilum. Stjórnmálamenn geta talið sér trú um að þeir séu að gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að vinna gegn greiðslu Icesave, en með því eru þeir jafnframt að koma í veg fyrir að aukning verði á tekjum ríkisins með heilbrigðu atvinnulífi og þar með góðri afkomu heimila. Stjórnmálamenn sem telja að enn þurfi að eyða dýrmætum tíma til að reyna að ná betri samningi við Breta og Hollendinga eru að skaða þjóðina með beinum hætti, enda munu tapaðar tekjur án vafa verða miklu hærri en hugsanlegur ávinningur nokkurn tímann. Þolinmæðin á þrotumEf stjórnmálamenn í stjórn eða stjórnarandstöðu treysta ekki orðum allra þeirra innlendu og erlendu aðila sem hafa fullyrt að lausn Icesave-málsins sé forsenda fyrir því að við komumst áfram – getum farið að byggja upp að nýju og koma hjólum atvinnulífsins í gang – verða þeir að taka orð atvinnulífsins sjálfs trúanleg. Mánuðum saman hefur atvinnulífið sýnt Alþingi ótrúlega þolinmæði þegar Icesave-málið tók allan kraft og tíma þingsins svo vikum skipti. Nú er þolinmæðin hins vegar á þrotum – hvorki fyrirtækin né heimilin í landinu þola núverandi ástand lengur. Ef stjórnmálamenn gera sér ekki grein fyrir því eru þeir einfaldlega ekki jarðtengdir og fyrir þannig stjórnmálamenn hefur þjóðin enga þörf. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Nú rúmu ári eftir hrunið sjá íslensk fyrirtæki ekki enn til lands. Rekstrarumhverfi þeirra er skelfilegt – endurfjármögnun er í uppnámi, háir vextir gera það fjármagn sem í boði er of dýrt til að réttlæta framkvæmdir, há verðbólga, fallandi eða hrunin eftirspurn, handónýtur gjaldmiðill og svo mætti áfram telja. Lunginn úr atvinnulífinu hefur fyrir löngu pakkað saman í vörn og bíður átekta – bíður eftir því að rekstrarumhverfið komist í það horf að hægt sé að fara að skapa verðmæti og ráða fólk til vinnu. Fyrir mörg fyrirtæki er tíminn einfaldlega að renna út. Illa haldið á IcesaveAndrés MagnússonEn eftir hverju er beðið? Svarið er einfalt: að stjórnmálamenn á Íslandi klári Icesave-málið. Það skal hins vegar tekið fram að innan raða atvinnurekenda eru og hafa verið mjög skiptar skoðanir á Icesave eins og hjá þjóðinni allri. Margir atvinnurekendur telja að þjóðinni beri ekki að borga Icesave á meðan aðrir telja það bæði rétt og siðferðislega skyldu þjóðarinnar að greiða sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi lágmarksinnistæður á sama hátt og innistæður Íslendinga voru tryggðar við hrunið. Langflestir atvinnurekendur telja hins vegar að stjórnvöld á Íslandi hafi haldið afar illa á Icesave-málinu frá upphafi enda er mjög auðvelt að gagnrýna það ferli allt saman. Hins vegar skipta þessar skoðanir nú litlu máli. Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut – staðreyndum – og verðum að taka ákvarðanir í samræmi við þær. Við getum haft allar skoðanir á fortíðinni en henni breytum við ekki. Það eru ákvarðanirnar í dag sem skipta máli – ákvarðanir sem koma til með að móta framtíðina. Íslenskir stjórnmálamenn hafa eytt gríðarlegri orku og dýrmætum tíma í umfjöllun um Icesave-málið og er það að mörgu leyti vel. Hins vegar er mál að linni. Talið er að skuldir ríkisins muni vaxa úr 300 milljörðum árið 2007 í 2.000 milljarða á næsta ári ef gert er ráð fyrir að kostnaður þjóðarinnar vegna Icesave verði um 300 milljarðar. Hlutur Icesave í heildarskuldum þjóðarinnar verður því sennilega í kringum 15%. Umfjöllun um þessi 15% hefur fengið mikla umfjöllun á meðan varla hefur verið minnst á aðra kostnaðarliði í hruninu – marga álíka stóra og Icesave, s.s. fjármögnun Seðlabankans til að koma í veg fyrir gjaldþrot hans og inngreiðslur í peningamarkssjóði bankanna, kostnaðarliður sem stjórnmálamenn bera þó beina ábyrgð á. Skelfilegar afleiðingarÍ síðustu viku komu fram greinargerðir frá Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um áhrif þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og þar með afgreiðslu lána frá vinaþjóðum. Eru afleiðingarnar hreint út sagt skelfilegar en allir ættu að vita að forsendur fyrir endurskoðuninni og þar með afgreiðslu lána er bundnar við lausn Icesave. Allt hangir því saman við lausn Icesave-málsins – það hefur hreinlega verið stafað ofan í þjóðina. Enn eru þó stjórnmálamenn sem fullyrða annað, telja réttast að greiða ekki Icesave, reka beri AGS heim, að þjóðin geti ein og sér unnið sig út úr vandræðunum. Vandinn er hins vegar að þessum fullyrðingum fylgja engar útfærðar leiðir og á meðan svo er er vart hægt að taka þær trúanlegar. Stjórnmálamenn axli ábyrgðVið núverandi aðstæður krefst íslenskt viðskiptalíf þess að stjórnmálamenn axli ábyrgð hvar í flokki sem þeir standa. Íslenskt viðskiptalíf þolir ekki frekari tafir í þessu máli. Þeir stjórnmálamenn sem telja að þeir sjálfir spili veigamesta hlutverkið í uppbyggingu þjóðarinnar eru á villigötum. Þeirra hlutverk er m.a. að sjá til þess að ytra umhverfi viðskiptalífsins sé með þeim hætti að fyrirtæki fái þrifist – að þau geti skapað verðmæti og störf fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Hver einasti dagur, hver einasta vika sem líður við núverandi aðstæður er þjóðinni afar dýr. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því að þeir geta ekki einblínt á útgjöld á borð við Icesave en skeytt engu um það hversu dýr þessi töf er orðin í töpuðum tekjum – töpuðum skatttekjum frá bæði fyrirtækum og heimilum. Stjórnmálamenn geta talið sér trú um að þeir séu að gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að vinna gegn greiðslu Icesave, en með því eru þeir jafnframt að koma í veg fyrir að aukning verði á tekjum ríkisins með heilbrigðu atvinnulífi og þar með góðri afkomu heimila. Stjórnmálamenn sem telja að enn þurfi að eyða dýrmætum tíma til að reyna að ná betri samningi við Breta og Hollendinga eru að skaða þjóðina með beinum hætti, enda munu tapaðar tekjur án vafa verða miklu hærri en hugsanlegur ávinningur nokkurn tímann. Þolinmæðin á þrotumEf stjórnmálamenn í stjórn eða stjórnarandstöðu treysta ekki orðum allra þeirra innlendu og erlendu aðila sem hafa fullyrt að lausn Icesave-málsins sé forsenda fyrir því að við komumst áfram – getum farið að byggja upp að nýju og koma hjólum atvinnulífsins í gang – verða þeir að taka orð atvinnulífsins sjálfs trúanleg. Mánuðum saman hefur atvinnulífið sýnt Alþingi ótrúlega þolinmæði þegar Icesave-málið tók allan kraft og tíma þingsins svo vikum skipti. Nú er þolinmæðin hins vegar á þrotum – hvorki fyrirtækin né heimilin í landinu þola núverandi ástand lengur. Ef stjórnmálamenn gera sér ekki grein fyrir því eru þeir einfaldlega ekki jarðtengdir og fyrir þannig stjórnmálamenn hefur þjóðin enga þörf. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar