Landsvirkjun greiddi sveitarstjórnarmönnum fyrir skipulagsvinnu Ingimar Karl Helgason skrifar 2. september 2009 18:30 Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, segir fyrrverandi sveitarstjóri. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun, í gegnum hreppinn, en er ósáttur við að vera sakaður um mútuþægni. Landsvirkjun hefur í hyggju að smíða þrjár virkjanir í Neðri Þjórsá. Tvær þeirra, Hvamms- og Holtavirkjun, eiga að vera í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þetta þarf að setja á skipulag, sem sveitarstjórnin hefur nú samþykkt. Málið er nú í höndum umhverfisráðherra. Virkjanirnar hafa verið mjög umdeildar í hreppnum, svo sem annars staðar á Suðurlandi. Sigurðar Jónssonar, fyrrverandi sveitarstjóra í hreppnum segir sveitarstjórnarmenn hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun fyrir óbókaða fundi. Hann segir að fimm sveitarstjórnarmenn hafi fengið 200 þúsund krónur hver fyrir að sitja tíu fundi. „Landsvirkjun greiddi þennan kostnað, já," sagði Sigurður í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Sigurður segir að hreppurinn hafi fengið meira frá Landsvirkjun, í allt 11 milljónir króna. Þar á meðal lögfræðikostnað. Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðra virkjana. Lögfræðikostnaðurinn einn og sér hafi numið um fimm milljónum króna, segir Sigurður. Hann segist aðspurður ekki vilja nota orðið mútur, en segir á að hreppurinn hafi orðið við beiðni Landsvirkjunar. Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps, sagði í samtali við fréttastofu að Sveitarstjórnarmenn hefðu fengið greitt fyrir vinnufundi. Landsvirkjun hafi greitt hreppnum, sem svo hafi greitt sveitarstjórnarmönnum. Landsvirkjun hafi síðan verið sendur reikningur fyrir fundunum. Sigurður ætti að vita þetta því hann hafi gert reikningana. Gunnar Örn sagði jafnframt að sér þætti ósanngjarnt að vera nánast sakaður um mútur. Við þetta er því að bæta að Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Tengdar fréttir Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu „Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn. 2. september 2009 19:38 Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2. september 2009 21:30 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, segir fyrrverandi sveitarstjóri. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun, í gegnum hreppinn, en er ósáttur við að vera sakaður um mútuþægni. Landsvirkjun hefur í hyggju að smíða þrjár virkjanir í Neðri Þjórsá. Tvær þeirra, Hvamms- og Holtavirkjun, eiga að vera í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þetta þarf að setja á skipulag, sem sveitarstjórnin hefur nú samþykkt. Málið er nú í höndum umhverfisráðherra. Virkjanirnar hafa verið mjög umdeildar í hreppnum, svo sem annars staðar á Suðurlandi. Sigurðar Jónssonar, fyrrverandi sveitarstjóra í hreppnum segir sveitarstjórnarmenn hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun fyrir óbókaða fundi. Hann segir að fimm sveitarstjórnarmenn hafi fengið 200 þúsund krónur hver fyrir að sitja tíu fundi. „Landsvirkjun greiddi þennan kostnað, já," sagði Sigurður í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Sigurður segir að hreppurinn hafi fengið meira frá Landsvirkjun, í allt 11 milljónir króna. Þar á meðal lögfræðikostnað. Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðra virkjana. Lögfræðikostnaðurinn einn og sér hafi numið um fimm milljónum króna, segir Sigurður. Hann segist aðspurður ekki vilja nota orðið mútur, en segir á að hreppurinn hafi orðið við beiðni Landsvirkjunar. Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps, sagði í samtali við fréttastofu að Sveitarstjórnarmenn hefðu fengið greitt fyrir vinnufundi. Landsvirkjun hafi greitt hreppnum, sem svo hafi greitt sveitarstjórnarmönnum. Landsvirkjun hafi síðan verið sendur reikningur fyrir fundunum. Sigurður ætti að vita þetta því hann hafi gert reikningana. Gunnar Örn sagði jafnframt að sér þætti ósanngjarnt að vera nánast sakaður um mútur. Við þetta er því að bæta að Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu.
Tengdar fréttir Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu „Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn. 2. september 2009 19:38 Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2. september 2009 21:30 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu „Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn. 2. september 2009 19:38
Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2. september 2009 21:30