Útilokar kosningar um aðildarviðræður 8. apríl 2009 19:55 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, slær út af borðinu hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aðild að ESB segir hún vera grundvöll að stefnu Samfylkingarinnar í efnahags- og atvinnumálum fyrir kosningar. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Dagur B. Eggertsson, varaformaður, kynntu í dag stefnu flokksins í efnahags-, atvinnu- og velferðarmálum. Þar eru kynntar ýmsar bráðaaðgerðir í atvinnumálum og svokölluð velferðarbrú fyrir heimilin sem felur í sér sértæk úrræði fyrir heimili sem eiga í alvarlegum skuldavanda. Formaður Samfylkingarinnar segir aðildarsamning við Evrópusambandið grundvöll áætlunarinnar og leggja grunn að stöðugleika. Taka þurfi upp evruna í stað krónu en fram að því þurfi stuðning seðlabanka Evrópu í gjaldeyrismálum. Jóhanna segir þessa leið hafa verið rædda og hún talin raunhæf.Formaður Samfylkingarinnar slær út af borðinu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara skuli í aðildarviðræður við Evrópusambandið."Ég tel að það bara tefji málið og gefi ekki raunsanna mynd fyrir fólkið til þess að það geti tekið afstöðu fyrr enþað veit kosti og galla aðildar, hvað það er sem við fáum við aðildina," segir Jóhanna.Hún telur að núverandi stjórnarflokkar geti náð lendingu í evrópusambandsmálinu verði þeir áfram í stjórn."Báðir flokkarnir hafa sagt að það eigi að útkljá þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu og ég hef trú á því að við í Samfylkingunni og Vinstri grænum finnum lausn á því sem er ásættanleg fyrir báða aðila eins og við höfum fundið lausn á öllum málum á þessum 60 dögum sem við höfum starfað saman," segir Jóhanna að lokum. Kosningar 2009 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, slær út af borðinu hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aðild að ESB segir hún vera grundvöll að stefnu Samfylkingarinnar í efnahags- og atvinnumálum fyrir kosningar. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Dagur B. Eggertsson, varaformaður, kynntu í dag stefnu flokksins í efnahags-, atvinnu- og velferðarmálum. Þar eru kynntar ýmsar bráðaaðgerðir í atvinnumálum og svokölluð velferðarbrú fyrir heimilin sem felur í sér sértæk úrræði fyrir heimili sem eiga í alvarlegum skuldavanda. Formaður Samfylkingarinnar segir aðildarsamning við Evrópusambandið grundvöll áætlunarinnar og leggja grunn að stöðugleika. Taka þurfi upp evruna í stað krónu en fram að því þurfi stuðning seðlabanka Evrópu í gjaldeyrismálum. Jóhanna segir þessa leið hafa verið rædda og hún talin raunhæf.Formaður Samfylkingarinnar slær út af borðinu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort fara skuli í aðildarviðræður við Evrópusambandið."Ég tel að það bara tefji málið og gefi ekki raunsanna mynd fyrir fólkið til þess að það geti tekið afstöðu fyrr enþað veit kosti og galla aðildar, hvað það er sem við fáum við aðildina," segir Jóhanna.Hún telur að núverandi stjórnarflokkar geti náð lendingu í evrópusambandsmálinu verði þeir áfram í stjórn."Báðir flokkarnir hafa sagt að það eigi að útkljá þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu og ég hef trú á því að við í Samfylkingunni og Vinstri grænum finnum lausn á því sem er ásættanleg fyrir báða aðila eins og við höfum fundið lausn á öllum málum á þessum 60 dögum sem við höfum starfað saman," segir Jóhanna að lokum.
Kosningar 2009 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira