Viðskipti erlent

Bílasala í Bandaríkjunum dróst saman um 40 prósent

Bílasala í Bandaríkjunum dróst saman um liðlega 40 prósent í síðasta mánuði og þarf að fara 28 ár aftur í tímann til að finna álíka sölutölur. Óseldir bílar hrannast upp hjá bílaverksmiðjunum, sem sjá ekki fram á að salan glæðist fyrr en seint í haust, í fyrsta lagi.

Þá er útlit fyrir að bílaframleiðsla General Motors í Evrópu leggist af, nema að kaupendur finnist að þeim verksmiðjum. General Motors á Vauxhall í Bretlandi, Opel í þýskalandi og SAAB í Svíþjóð. Talið er að um 300 þúsund manns vinni í þessum verksmiðjum samanlagt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×