Ekki rífa Nasa! Páll Óskar Hjálmtýsson skrifar 10. september 2009 06:00 Ég mótmæli fyrirhuguðum framkvæmdum og breytingum á deiliskipulagi í Kvosinni þar sem á að minnka Ingólfstorg og rífa Nasa við Austurvöll, til að byggja fimm hæða hótel. Nasa er síðasta íslenska félagsheimilið í Reykjavík og við megum ekki leggjast svo lágt að rífa það. Flest húsin við Ingólfstorg, að Nasa og gamla Landsímahúsinu meðtöldum, eru í eigu Péturs Þórs Sigurðssonar - það eina sem ég veit um hann er að hann er í Framsóknarflokknum, konan hans heitir Jónína Bjartmarz og það er mjög erfitt að ná í hann í síma af því hann býr í Kína. Eigendarétturinn er svo sterkur á Íslandi að ef borgin stendur í vegi fyrir einhverju sem eigandinn vill framkvæma er borgin bótaskyld. Þar að auki er ekki hægt að hagga deiliskipulagi sem samþykkt var árið sítt-að-aftan 1988. Til samanburðar er allt deiliskipulag í Svíþjóð endurskoðað á fimm ára fresti. Kallar þetta ekki á nýja lagasetningu? Ég er með ágætis lausn á þessum ímyndaða hótelskorti. Það er búið að byggja hundrað hæða höll úr gleri í Borgartúni, sem stendur galtóm. Hvers vegna ekki að breyta þessu ferlíki í hótel? Húsnæði Nasa og starfsemin þar ætti að fá að standa óbreytt. Gamla Landsímahúsið mætti nota sem skrifstofur Alþingis. Þar vantar alltaf vinnuaðstöðu. Skrifstofum Alþingis er svo lokað um svipað leyti og hjóðprufur hefjast inni á Nasa. Enginn truflar neinn. Allir eru ánægðir. Við viljum ekki fleiri ruglframkvæmdir eða niðurrif á byggingum og stöðum sem eiga sér langa sögu. 2007 er búið. Aðkallandi verkefni bíða: Barnaheimilin, elliheimilin, öryrkjarnir og heilbrigðiskerfið. Ekki eyða orku í að þjóna hagsmunum Péturs Þórs Sigurðssonar, af því að hann er í Framsóknarflokknum, á einhverjar byggingar úti um allan bæ og er lögfræðingur að mennt. Við erum þreytt á pólitísku baktjaldamakki. Á morgun, 11. september 2009, rennur út frestur til að skila aðfinnslum að nýju deiliskipulagi hjá Reykjavíkurborg. Ef þú lætur ekki í þér heyra, til dæmis á heimasíðunni www.bin.is, telst þetta nýja deiliskipulag samþykkt. Vilt þú láta það gerast? Höfundur er poppstjarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ég mótmæli fyrirhuguðum framkvæmdum og breytingum á deiliskipulagi í Kvosinni þar sem á að minnka Ingólfstorg og rífa Nasa við Austurvöll, til að byggja fimm hæða hótel. Nasa er síðasta íslenska félagsheimilið í Reykjavík og við megum ekki leggjast svo lágt að rífa það. Flest húsin við Ingólfstorg, að Nasa og gamla Landsímahúsinu meðtöldum, eru í eigu Péturs Þórs Sigurðssonar - það eina sem ég veit um hann er að hann er í Framsóknarflokknum, konan hans heitir Jónína Bjartmarz og það er mjög erfitt að ná í hann í síma af því hann býr í Kína. Eigendarétturinn er svo sterkur á Íslandi að ef borgin stendur í vegi fyrir einhverju sem eigandinn vill framkvæma er borgin bótaskyld. Þar að auki er ekki hægt að hagga deiliskipulagi sem samþykkt var árið sítt-að-aftan 1988. Til samanburðar er allt deiliskipulag í Svíþjóð endurskoðað á fimm ára fresti. Kallar þetta ekki á nýja lagasetningu? Ég er með ágætis lausn á þessum ímyndaða hótelskorti. Það er búið að byggja hundrað hæða höll úr gleri í Borgartúni, sem stendur galtóm. Hvers vegna ekki að breyta þessu ferlíki í hótel? Húsnæði Nasa og starfsemin þar ætti að fá að standa óbreytt. Gamla Landsímahúsið mætti nota sem skrifstofur Alþingis. Þar vantar alltaf vinnuaðstöðu. Skrifstofum Alþingis er svo lokað um svipað leyti og hjóðprufur hefjast inni á Nasa. Enginn truflar neinn. Allir eru ánægðir. Við viljum ekki fleiri ruglframkvæmdir eða niðurrif á byggingum og stöðum sem eiga sér langa sögu. 2007 er búið. Aðkallandi verkefni bíða: Barnaheimilin, elliheimilin, öryrkjarnir og heilbrigðiskerfið. Ekki eyða orku í að þjóna hagsmunum Péturs Þórs Sigurðssonar, af því að hann er í Framsóknarflokknum, á einhverjar byggingar úti um allan bæ og er lögfræðingur að mennt. Við erum þreytt á pólitísku baktjaldamakki. Á morgun, 11. september 2009, rennur út frestur til að skila aðfinnslum að nýju deiliskipulagi hjá Reykjavíkurborg. Ef þú lætur ekki í þér heyra, til dæmis á heimasíðunni www.bin.is, telst þetta nýja deiliskipulag samþykkt. Vilt þú láta það gerast? Höfundur er poppstjarna.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun