Fíkniefnasmyglarar réðu burðardýr í gegnum blaðaauglýsingu Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2009 16:29 Catalina Mikue Ncogo réð burðardýr til þess að flytja næstum 400 grömm af kókaíni frá Amsterdam til Íslands í gegnum blaðaauglýsingu. Þetta fullyrti annað burðardýrið við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vísir hefur áður greint frá málinu, en burðardýrin, sem voru tvær belgískar konur, 26 og 31 árs gamlar voru báðar dæmdar í tíu mánaða fangelsi fyrir smyglið. Þær voru handteknar í Leifsstöð við komuna til landsins þann 12 apríl síðastliðinn. Konurnar báru báðar vitni fyrir dómi í dag í máli sem höfðað hefur verið gegn Catalinu vegna smyglsins. Þær sögðust hafa sótt um starf í gegnum atvinnuauglýsingu sem birtist í blöðum. Þegar þær hafi sett sig í samband við aðila sem stóðu að auglýsingunni hefði þeim verið gert ljóst að starfið fælist í því að flytja hátt í 400 grömm af kókaíni frá Amsterdam til Íslands. Þeim hefði verið boðin greiðsla að andvirði 10 þúsund evrur fyrir vinnuna en auk þess yrði flugferðin og hótelgistingin greidd fyrir þær. Catalina ásamt Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni sínum, og Ellen Ingvadóttur dómtúlki. Mynd/ Baldur. Yngri konan sagði að þær hefðu báðar viljað hætta við verkið þegar til kastanna kom og snúa frá Amsterdam heim til Belgíu. Það hefðu þær ekki getað gert því að Catalina og önnur kona sem stóð að skipulagi smyglsins með henni hefðu tekið af þeim persónuskilríki þeirra og fylgst vandlega með því að þær færu um borð í flugvél til Íslands. Eldri konan vildi ekki staðfesta að það væri Catalina sem hefði skipulagt smyglið, né nefna önnur nöfn. Sagðist hún vera flogaveik og það gerði henni erfitt fyrir að muna andlit. Yngri konan fullyrti hins vegar að Catalina hefið skipulagt smyglið en sagðist ekki vita hvaða kona það hefði verið sem stóð að skipulagningunni með henni. Catalina Mikue Ncogo hefur einnig verið grunuð um mansal og að hafa rekið vændisþjónustu á Hverfisgötu. Það mál er enn í rannsókn hjá lögreglu. Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Catalina Mikue Ncogo réð burðardýr til þess að flytja næstum 400 grömm af kókaíni frá Amsterdam til Íslands í gegnum blaðaauglýsingu. Þetta fullyrti annað burðardýrið við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vísir hefur áður greint frá málinu, en burðardýrin, sem voru tvær belgískar konur, 26 og 31 árs gamlar voru báðar dæmdar í tíu mánaða fangelsi fyrir smyglið. Þær voru handteknar í Leifsstöð við komuna til landsins þann 12 apríl síðastliðinn. Konurnar báru báðar vitni fyrir dómi í dag í máli sem höfðað hefur verið gegn Catalinu vegna smyglsins. Þær sögðust hafa sótt um starf í gegnum atvinnuauglýsingu sem birtist í blöðum. Þegar þær hafi sett sig í samband við aðila sem stóðu að auglýsingunni hefði þeim verið gert ljóst að starfið fælist í því að flytja hátt í 400 grömm af kókaíni frá Amsterdam til Íslands. Þeim hefði verið boðin greiðsla að andvirði 10 þúsund evrur fyrir vinnuna en auk þess yrði flugferðin og hótelgistingin greidd fyrir þær. Catalina ásamt Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni sínum, og Ellen Ingvadóttur dómtúlki. Mynd/ Baldur. Yngri konan sagði að þær hefðu báðar viljað hætta við verkið þegar til kastanna kom og snúa frá Amsterdam heim til Belgíu. Það hefðu þær ekki getað gert því að Catalina og önnur kona sem stóð að skipulagi smyglsins með henni hefðu tekið af þeim persónuskilríki þeirra og fylgst vandlega með því að þær færu um borð í flugvél til Íslands. Eldri konan vildi ekki staðfesta að það væri Catalina sem hefði skipulagt smyglið, né nefna önnur nöfn. Sagðist hún vera flogaveik og það gerði henni erfitt fyrir að muna andlit. Yngri konan fullyrti hins vegar að Catalina hefið skipulagt smyglið en sagðist ekki vita hvaða kona það hefði verið sem stóð að skipulagningunni með henni. Catalina Mikue Ncogo hefur einnig verið grunuð um mansal og að hafa rekið vændisþjónustu á Hverfisgötu. Það mál er enn í rannsókn hjá lögreglu.
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira