Fíkniefnasmyglarar réðu burðardýr í gegnum blaðaauglýsingu Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2009 16:29 Catalina Mikue Ncogo réð burðardýr til þess að flytja næstum 400 grömm af kókaíni frá Amsterdam til Íslands í gegnum blaðaauglýsingu. Þetta fullyrti annað burðardýrið við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vísir hefur áður greint frá málinu, en burðardýrin, sem voru tvær belgískar konur, 26 og 31 árs gamlar voru báðar dæmdar í tíu mánaða fangelsi fyrir smyglið. Þær voru handteknar í Leifsstöð við komuna til landsins þann 12 apríl síðastliðinn. Konurnar báru báðar vitni fyrir dómi í dag í máli sem höfðað hefur verið gegn Catalinu vegna smyglsins. Þær sögðust hafa sótt um starf í gegnum atvinnuauglýsingu sem birtist í blöðum. Þegar þær hafi sett sig í samband við aðila sem stóðu að auglýsingunni hefði þeim verið gert ljóst að starfið fælist í því að flytja hátt í 400 grömm af kókaíni frá Amsterdam til Íslands. Þeim hefði verið boðin greiðsla að andvirði 10 þúsund evrur fyrir vinnuna en auk þess yrði flugferðin og hótelgistingin greidd fyrir þær. Catalina ásamt Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni sínum, og Ellen Ingvadóttur dómtúlki. Mynd/ Baldur. Yngri konan sagði að þær hefðu báðar viljað hætta við verkið þegar til kastanna kom og snúa frá Amsterdam heim til Belgíu. Það hefðu þær ekki getað gert því að Catalina og önnur kona sem stóð að skipulagi smyglsins með henni hefðu tekið af þeim persónuskilríki þeirra og fylgst vandlega með því að þær færu um borð í flugvél til Íslands. Eldri konan vildi ekki staðfesta að það væri Catalina sem hefði skipulagt smyglið, né nefna önnur nöfn. Sagðist hún vera flogaveik og það gerði henni erfitt fyrir að muna andlit. Yngri konan fullyrti hins vegar að Catalina hefið skipulagt smyglið en sagðist ekki vita hvaða kona það hefði verið sem stóð að skipulagningunni með henni. Catalina Mikue Ncogo hefur einnig verið grunuð um mansal og að hafa rekið vændisþjónustu á Hverfisgötu. Það mál er enn í rannsókn hjá lögreglu. Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Catalina Mikue Ncogo réð burðardýr til þess að flytja næstum 400 grömm af kókaíni frá Amsterdam til Íslands í gegnum blaðaauglýsingu. Þetta fullyrti annað burðardýrið við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vísir hefur áður greint frá málinu, en burðardýrin, sem voru tvær belgískar konur, 26 og 31 árs gamlar voru báðar dæmdar í tíu mánaða fangelsi fyrir smyglið. Þær voru handteknar í Leifsstöð við komuna til landsins þann 12 apríl síðastliðinn. Konurnar báru báðar vitni fyrir dómi í dag í máli sem höfðað hefur verið gegn Catalinu vegna smyglsins. Þær sögðust hafa sótt um starf í gegnum atvinnuauglýsingu sem birtist í blöðum. Þegar þær hafi sett sig í samband við aðila sem stóðu að auglýsingunni hefði þeim verið gert ljóst að starfið fælist í því að flytja hátt í 400 grömm af kókaíni frá Amsterdam til Íslands. Þeim hefði verið boðin greiðsla að andvirði 10 þúsund evrur fyrir vinnuna en auk þess yrði flugferðin og hótelgistingin greidd fyrir þær. Catalina ásamt Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni sínum, og Ellen Ingvadóttur dómtúlki. Mynd/ Baldur. Yngri konan sagði að þær hefðu báðar viljað hætta við verkið þegar til kastanna kom og snúa frá Amsterdam heim til Belgíu. Það hefðu þær ekki getað gert því að Catalina og önnur kona sem stóð að skipulagi smyglsins með henni hefðu tekið af þeim persónuskilríki þeirra og fylgst vandlega með því að þær færu um borð í flugvél til Íslands. Eldri konan vildi ekki staðfesta að það væri Catalina sem hefði skipulagt smyglið, né nefna önnur nöfn. Sagðist hún vera flogaveik og það gerði henni erfitt fyrir að muna andlit. Yngri konan fullyrti hins vegar að Catalina hefið skipulagt smyglið en sagðist ekki vita hvaða kona það hefði verið sem stóð að skipulagningunni með henni. Catalina Mikue Ncogo hefur einnig verið grunuð um mansal og að hafa rekið vændisþjónustu á Hverfisgötu. Það mál er enn í rannsókn hjá lögreglu.
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira