Sport

Ársþing evrópska sundsambandsins verður haldið á Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sundmaður ársins Jakob Jóhann Sveinsson.
Sundmaður ársins Jakob Jóhann Sveinsson. Mynd/Eyþór

Ársþing evrópska sundsambandsins, LEN, verður haldið á Íslandi í maí 2011 en þetta var samþykkt á stjórnarfundi LEN sem haldinn var í Tyrklandi 13. desember síðastliðinn. SSÍ var stofnað 25. febrúar 1951 og heldur því upp á sextíu ára afmæli sitt þá. „Þetta er mikil og góð viðurkenning fyrir okkur hér á Íslandi," segir í frétt á heimasíðu Sundsambands Íslands.

Áður en að ársþingi evrópska Sundsambandsins kemur mun ársfundur og þing Sundsambands Norðurlanda NSF vera haldið á Íslandi. Það fer fram 1. maí næstkomandi. Á þessu þingi mun formennska í NSF færast frá Noregi til Finnlands og mun skrifstofa NSF flytjast til Finnlands og vera þar næstu fjögur ár. Þá um leið hefst undirbúningur hjá SSÍ því Ísland mun taka við formennsku í NSF árið 2014.

Stjórn SSÍ hefur auk þess skipað Ásdísi Ó. Vatnsdal formann afmælisnefndar Sundsambands Íslands en nefndin hefur ákveðið að í hverjum mánuði ársins 2011 verði uppákomur og atburðir sem minna á sundíþróttir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×