Handbolti

Toppliðin unnu örugga sigra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Gylfason skoraði átta mörk fyrir Minden í kvöld.
Gylfi Gylfason skoraði átta mörk fyrir Minden í kvöld. Nordic Photos / Bongarts

Hamburg og Kiel unnu í kvöld örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta er síðustu leikirnir fyrir vetrarfrí fóru fram.

Hamburg hélt toppsæti sínu með sigri á Grosswallstadt, 32-28. Sverre Jakobsson skoraði ekki í leiknum en fékk að líta rautt spjald vegna þriggja brottvísanna.

Þá vann Kiel öruggan sigur á Melsungen, 32-18. Aron Pálmarsson skoraði ekki fyrir Kiel en Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins. Kiel er í öðru sæti deildarinnar með 32 stig, einu á eftir á Hamburg.

Füchse Berlin vann Minden í Íslendingaslag, 29-24. Rúnar Kárason var í liði Füchse en skoraði ekki í leiknum, né heldur Ingimundur Ingimundarson hjá Minden. Gylfi Gylfason var hins vegar markahæsti leikmaður Minden með átta mörk.

Balingen vann Hannover-Burgdorf, 29-23. Hannes Jón Jónsson skoraði eitt mark fyrir síðarnefnda liðið.

Nú er gert hlé á deildinni vegna EM í handbolta sem hefst í Austurríki þann 19. janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×