Handbolti

Haukar unnu í Hafnarfjarðarslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Hólmgeirsson skoraði átta mörk fyrir Hauka í dag.
Björgvin Hólmgeirsson skoraði átta mörk fyrir Hauka í dag. Mynd/Stefán

Haukar unnu góðan sigur á FH, 29-26, í sannkölluðum Hafnarfjarðarslag í N1-deild karla í dag.

Staðan í hálfleik var þó 15-11, FH í vil. Haukarnir sneru þó leiknum sér í hag á tíu mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks er þeir skoruðu sjö mörk gegn aðeins tveimur frá FH.

Eftir það náðu Haukarnir að auka forskot sitt í leiknum jafnt og þétt og tryggja sér að lokin góðan sigur.

Birkir Ívar Guðmundsson átti virklega góðan leik í síðari hálfleik og má segja að markvarslan og þéttur varnarleikur hafi lagt grunninn að sigri Hauka í dag.

Umfjöllun um leikinn og viðtöl birtast hér á Vísi síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×