Segir stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi 3. október 2009 06:45 Finnbogi Jónsson telur að efla eigi nýsköpun atvinnulífsins frekar en að horfa til stóriðju. Lánsfé sé dýrt og skapa verði sem flest störf. Störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi og því nýtist féð betur í nýsköpun.fréttablaðið/stefán Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins, segir allt of mikið einblínt á stóriðju sem lausn við atvinnuleysi í kreppunni. Stóriðjustörf séu þau dýrustu í heimi og mun nær væri að horfa til nýsköpunar í atvinnulífinu. Með því sé hægt að skapa mun fleiri störf fyrir sama fé. „Aðstæður til að taka lán erlendis hafa gjörbreyst hér á landi og það þýðir að við verðum að nota þá fjármuni sem við á annað borð fáum að láni eins skynsamlega og mögulegt er. Við búum við mikið atvinnuleysi, sem er breyting frá því sem áður var, og þurfum að leggja áherslu á fjárfestingar sem skapa ný störf og sem mestar gjaldeyristekjur fyrir hverja krónu sem við notum til fjárfestinga. Stóriðjan, eða ný álver, er ekki kostur í stöðunni.“ Finnbogi tekur álverið í Straumsvík sem dæmi, en áformað er að auka framleiðslugetu þess um 40 þúsund tonn á ári. Til þess þurfi að reisa Búðarhálsvirkjun. „Fjárfestingarkostnaður við virkjunina er 25 milljarðar króna, bara okkar hluti. Þetta skapar tólf ný framtíðarstörf í Straumsvík, sem er náttúrlega ekki neitt miðað við fjárfestinguna.“ Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi. Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP. „Hvert starf í þessum geira sem við fjárfestum í kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki. Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti 1 milljarð. Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar. Grundvallaratriðið er að peningar eru dýrir núna og í litlum skammti. Þess vegna verðum við að horfa á hvað gefur mesta arðsemi af hverri krónu og flest störf um leið. Það er ekki stóriðjan, þar eru dýrustu störf í heimi.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins, segir allt of mikið einblínt á stóriðju sem lausn við atvinnuleysi í kreppunni. Stóriðjustörf séu þau dýrustu í heimi og mun nær væri að horfa til nýsköpunar í atvinnulífinu. Með því sé hægt að skapa mun fleiri störf fyrir sama fé. „Aðstæður til að taka lán erlendis hafa gjörbreyst hér á landi og það þýðir að við verðum að nota þá fjármuni sem við á annað borð fáum að láni eins skynsamlega og mögulegt er. Við búum við mikið atvinnuleysi, sem er breyting frá því sem áður var, og þurfum að leggja áherslu á fjárfestingar sem skapa ný störf og sem mestar gjaldeyristekjur fyrir hverja krónu sem við notum til fjárfestinga. Stóriðjan, eða ný álver, er ekki kostur í stöðunni.“ Finnbogi tekur álverið í Straumsvík sem dæmi, en áformað er að auka framleiðslugetu þess um 40 þúsund tonn á ári. Til þess þurfi að reisa Búðarhálsvirkjun. „Fjárfestingarkostnaður við virkjunina er 25 milljarðar króna, bara okkar hluti. Þetta skapar tólf ný framtíðarstörf í Straumsvík, sem er náttúrlega ekki neitt miðað við fjárfestinguna.“ Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi. Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP. „Hvert starf í þessum geira sem við fjárfestum í kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki. Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti 1 milljarð. Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar. Grundvallaratriðið er að peningar eru dýrir núna og í litlum skammti. Þess vegna verðum við að horfa á hvað gefur mesta arðsemi af hverri krónu og flest störf um leið. Það er ekki stóriðjan, þar eru dýrustu störf í heimi.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira