Handbolti

Lübbecke vann Rhein-Neckar Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðmar Felixsson skoraði tvö mörk fyrir Lübbecke í kvöld.
Heiðmar Felixsson skoraði tvö mörk fyrir Lübbecke í kvöld. Nordic Photos / Bongarts

Tveimur leikjum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en alls eru sjö leikir á dagskrá deildarinnar í kvöld.

Lübbecke vann góðan sigur á Rhein-Neckar Löwen í Íslendingaslag, 31-26, en fyrrnefnda liðið komst 7-3 forystu snemma í leiknum og var með öruggt forskot allan leikinn. Heiðmar Felixsson skoraði tvö mörk fyrir Lübbecke en Þórir Ólafsson var frá vegna meiðsla.

Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen, Snorri Steinn Guðjónsson tvö og Guðjón Valur Sigurðsson eitt.

Þá vann Lemgo góðan sigur á Magdeburg á útivelli, 25-23. Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo en Logi Geirsson komst ekki á blað í þetta skiptið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×