Innlent

Hætti við eftir tilhugalíf með Össuri

Kristinn H. Gunnarsson ætlar að tilkynna um áform sín á morgun.
Kristinn H. Gunnarsson ætlar að tilkynna um áform sín á morgun.
Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður ræddi um mögulegt framboð sitt fyrir Samfylkinguna við forystumenn Samfylkingarinnar. Þegar á reyndi hafði hann hins vegar sannfæringu fyrir öðru.

„Já það höfðu átt sér stað sér stað samtöl í framhaldi af boði Össurar á sínum tíma," sagði Kristinn í samtali við fréttastofu nú undir kvöld. „Það má eiginlega bara segja að hjarta mitt lá annarsstaðar. Það er bara hið einlæga svar," segir Kristinn, þegar hann er spurður hvers vegna hann hætti við. Hann ætlar að greina frá því á morgun fyrir hverja hann mun bjóða sig fram.

Kristinn bauð sig fram fyrir Frjálslynda flokkinn fyrir síðustu þingkosningar, en þar áður hafði hann verið í Framsóknarflokknum. Áður en hann gekk í Framsóknarflokkinn bauð hann hins vegar fram með Alþýðubandalaginu og óháðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×