Viðskipti innlent

Stuldur þegar eignir gömlu bankanna voru færðar yfir í þá nýju

Agnar Hansson bankastjóri Sparisjóðabanka.
Agnar Hansson bankastjóri Sparisjóðabanka.

Agnar Hansson bankastjóri Sparisjóðabanka segir erfitt að selja eignir þar sem erlendir lánadrottnar telji að íslensk stjórnvöld hafi stolið eignum þegar þær voru færðar úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Þetta kom fram í seinni fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Agnar sagðist því miður ekki bjartsýnn á að samningar næðust við erlenda lánadrottna.

Hann sagði að staðan væri erfið en bankinn væri þó bjartsýnn á að þær samningaviðræður sem nú séu í gangi á milli erlendu lánadrottnanna, ríkissins og þeirra.

Hann sagði þó hættu á að erlendir lánadrottnar gerðu eignir bankanna erlendis upptækar því í augum þeirra hefði ekkert annað en stuldur átt sér stað þegar eignir voru teknar úr gömlu bönkunum og færðar yfir í þá nýju.

Hann sagðist þekkja af samtölum sínum við þessa aðila að menn væru vægast sagt öskuillir vegna þessa. Agnari finnst einkennilegt hversu lítið hafi verið vikið að því í umræðunni hversu erfitt sé að ná sáttum við erlendu lánadrottnanna. Hann sagðist því miður ekki vera of bjartsýnn á að samningar náist við þessa aðila.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×