Innlent

Samið um rannsóknarsetur í orkuvísindum

Samningurinn var undirritaður i gær.
Samningurinn var undirritaður i gær.
Í gær undirrituðu Háskóli Íslands, Keilir, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, HS Veitur og HS Orka hf. samstarfssamning um uppbyggingu rannsóknaseturs í orkuvísindum.

Í tilkynningu sem Háskóli Íslands sendi frá sér vegna málsins segir að samstarfið feli í sér að byggja upp á Ásbrú aðstöðu til þess að stunda rannsóknir á sviði orkuvísinda, sérstaklega á sviði jarðvarma og annarrar endurnýjanlegrar orku og innlendrar orkuframleiðslu. Rannsóknarsetrið verði nýtt sem kennsluaðstaða í orkuvísindum við Keili, Háskóla Íslands og aðra innlenda skóla og kennslustofnanir. Jafnframt við rannsóknir á vegum stofnaðila sem og annarra aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×