Viðskipti erlent

Samkeppnishæfni Dana á undir högg að sækja

Dönsk yfirvöld hafa nú áhyggjur af minnkandi samkeppnishæfni atvinnulífs landsins. Orsakir þessa eru launahækkanir innanlands og sterkt gengi dönsku krónunnar. Árið í fyrra var slæmt en árið í ár verður enn verra að því er segir á börsen.dk.

Laun í Danmörku hækkuðu að meðaltali um 4,2% í fyrra sem er prósentustigi meira en þau gerðu í nágrannalöndunum. Sérfræðingar hjá Hagfræðiráði landsins (Det økonomiske råd) telja að þessi þróun muni halda áfram allt fram til ársins 2012.

Sérfræðingarnir telja að launahækkanir í Danmörku í ár muni nema 3,2% á móti 1,8% í nágrannalöndunum.

Fram kemur að auk launahækkana eigi gengi dönsku krónunnar stóran hlut að skertri samkeppnishæfni Dana. Á meðan krónan haldi gengi sínu gagnvart evrunni hrapi norska og sænska krónan gagnvart þeim gjaldmiðli.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×