Enski boltinn

Babel er sáttur hjá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollendingurinn Ryan Babel gefur lítið fyrir þann fréttaflutning að hann ætli sér að komast frá Liverpool í janúar.

Babel hefur lítið gengið að festa sig í sessi í liði félagsins og hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliðinu í vetur.

Hann er að sjálfsögðu að keppa um að komast í hollenska landsliðið fyrir HM og þarf því væntanlega að spila meira.

„Landsliðsþjálfarinn vill að við séum að spila reglulega ef við ætlum að koma með á HM. Ég er að vinna í því á hverjum degi að komast í liðið," sagði Babel.

„Liverpool er náttúrulega mjög gott lið eins og allir vita og ég er stoltur af því að spila fyrir félagið."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×