Enski boltinn

Man. United vann Everton - skaust upp í annað sæti

Ómar Þorgeirsson skrifar
Darren Fletcher skoraði gull af marki fyrir United í kvöld.
Darren Fletcher skoraði gull af marki fyrir United í kvöld. Nordic photos/Getty images

Englandsmeistarar Manchester United héldu pressunni á Chelsea í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar með sannfærandi 3-0 sigri gegn Everton á Old Trafford-leikvanginum í kvöld.

Darren Fletcher opnaði markareikninginn fyrir United með glæsilegu skoti efst í markhornið á 35. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik bætti Michael Carrick við öðru marki fyrir United á 67. mínútu og um tíu mínútum síðar rak Antonio Valencia smiðshöggið á góðan sigur með þriðja og síðasta marki leiksins.

United skaust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×