Enski boltinn

Mutu gæti farið til Englands í janúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adrian Mutu.
Adrian Mutu.

Rúmeninn Adrian Mutu gæti verið á leið í enska boltann á nýjan leik en hann er sterklega orðaður við West Ham þessa dagana.

Mutu er á samningi hjá Fiorentina til ársins 2012 en gæti þurft að skoða aðra möguleika til þess að fá hærri laun þar sem hann skuldar Chelsea tæplega 15 milljónir punda.

Mutu féll á lyfjaprófi hjá Chelsea en hann hafði verið að neyta kókaíns. Var það samningsbrot og sektin háa er til komin vegna eiturlyfjanotkunarinnar.

Umboðsmaður Mutu hefur viðurkennt að þessi staða þarfnist lausnar og hann vill því ekki útiloka vistaskipti í janúar.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×