Innlent

Fíkniefnaverksmiðjumálið tekið fyrir í Héraðsdómi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn réðust inn í amfetamínverksmiðjuna í október í fyrra. Mynd/ lögreglan.
Lögreglumenn réðust inn í amfetamínverksmiðjuna í október í fyrra. Mynd/ lögreglan.
Mál ríkissaksókanra gegn Jónasi Inga Ragnarssyni og Tindi Jónssyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að framleiðslu á umtalsverðu magni af amfetamíni í húsnæði við Rauðhellu í Hafnarfirði, en lögregla stöðvaði starfsemina í húsinu í október í fyrra.

Við þingfestingu málsins, sem fram fór í júlí, neituðu þeir Jónas og Tindur að hafa staðið að framleiðslu fíkniefna en játuðu að hafa átt efni sem hægt er að nýta í slíka framleiðslu. Aðalmeðferð í málinu fer fram 1. september næstkomandi.


Tengdar fréttir

Neita að hafa staðið að amfetamínframleiðslu

Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson neita því báðir að hafa staðið að amfetamínframleiðslu við Rauðhellu í Hafnarfirði í október 2008. Málið gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Mennirnir játa hins vegar að

Hefði mátt búa til 353 kíló af amfetamíni

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Jónasi Inga Ragnarssyni og Tindi Jónssyni fyrir að hafa staðið saman að framleiðslu fíkniefna í iðnaðar­húsi í Hafnarfirði. Úr upphafs­efnunum sem fundust í húsinu hefði mátt framleiða að minnsta kosti 353 kíló af amfetamíni, að því er segir í ákæru. Ákæran var birt tvímenningunum á fimmtudag.

Amfetamínframleiðendur fyrir rétt á morgun

Hinir meintu amfetamínframleiðendur, Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson, verða leiddir fyrir dómara í fyrramálið vegna ákæru um stórfellda fíkniefnaframleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×