Fullyrðir að bóluefnið gegn svínaflensunni sé öruggt 6. september 2009 18:30 Læknar í Bretlandi hafa verið beðnir um að fylgjast með mögulegum aukaverkunum af bóluefni gegn svínainflúensu, þá sérstaklega sjaldgæfri lömunarveiki. Bretar ætla að nota sama bóluefni og Íslendingar en sóttvarnarlæknir fullyrðir að efnið sé öruggt. Stjórnvöld hafa keypt 300 þúsund skammta af bóluefninu Pandemrix en ætlunin er hefja bólusetningar í næsta mánuði. Barnshafandi konur, sjúklingar og heilbrigðisstarfsemnn eru meðal þeirra sem njóta forgangs þegar kemur að bólusetningu. Pandemrix var upphaflega þróað gegn fuglaflensu og prófað sem slíkt. Skipt var um mótefnavaka til að nota það gegn svínainflúensu en niðurstöðu prófanna liggja ekki fyrir. Bresk heilbrigðisyfirvöld ætla einnig að styðjast við Pandemrix í sinni bólusetningarherferð en heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafa beðið lækna um að vera á varðbergi gagnvart mögulegum aukaverkunum. Þá sérstaklega "Gillein Barrei" heilkenni sem bendlað hefur verið við bólusetningar. Heilkennið veldur tímabundinni lömun en sóttvarnarlæknir segir að engar vísindalegar sannanir tengi heilkennið við bólusetningar. „Hún er þekkt í samfélaginu og kemur upp oft á ári, meðal annars hjá okkur eins og öllum öðrum. Auðvitað getur það gerst að þess lömun sem þú nefnir geti komið í tengslum við bólusetningu af tilviljun," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir. Af umræðu á Netinu að dæma er ljóst að margir óttast mögulegar aukaverkanir og ljóst að sumir ætla ekki að láta bólusetja sig gegn svínaflensu - þótt það standi til boða. Nú hefur lyfið ekki verið prófað hvernig getum við verið viss um að það sé öruggt? „Þetta er bóluefni gegn inflúensu og þau eru vel þekkt og hafa verið notuð áratugum saman með góðum árangri og lítilli aukaverkunartíðni." Er það ekki svolítið hættulegt að vera gefa ófrískum konum þetta bóluefn? „Við skulum þá hafa það í huga hvort sé betra fyrir ófríska konu að fá þessa inflúensu og vera í ákveðnni áhættu að eitthvað komi fyrir hana og fóstrið. Eða þá að vera bóluett og koma í veg fyrir sjúkdóminn og vera bara með eitthvað fræðilega mjög ólíklega áhættu. Inflúensan er raunveruleg hún er að koma yfir okkur og mun sýkja mjög margt fólk." Haraldur segir að fylgst verði með mögulegum aukaverkunum hér á landi og segir fólk alls ekki eiga að vera hrætt við að bólusetja sig. Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Læknar í Bretlandi hafa verið beðnir um að fylgjast með mögulegum aukaverkunum af bóluefni gegn svínainflúensu, þá sérstaklega sjaldgæfri lömunarveiki. Bretar ætla að nota sama bóluefni og Íslendingar en sóttvarnarlæknir fullyrðir að efnið sé öruggt. Stjórnvöld hafa keypt 300 þúsund skammta af bóluefninu Pandemrix en ætlunin er hefja bólusetningar í næsta mánuði. Barnshafandi konur, sjúklingar og heilbrigðisstarfsemnn eru meðal þeirra sem njóta forgangs þegar kemur að bólusetningu. Pandemrix var upphaflega þróað gegn fuglaflensu og prófað sem slíkt. Skipt var um mótefnavaka til að nota það gegn svínainflúensu en niðurstöðu prófanna liggja ekki fyrir. Bresk heilbrigðisyfirvöld ætla einnig að styðjast við Pandemrix í sinni bólusetningarherferð en heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafa beðið lækna um að vera á varðbergi gagnvart mögulegum aukaverkunum. Þá sérstaklega "Gillein Barrei" heilkenni sem bendlað hefur verið við bólusetningar. Heilkennið veldur tímabundinni lömun en sóttvarnarlæknir segir að engar vísindalegar sannanir tengi heilkennið við bólusetningar. „Hún er þekkt í samfélaginu og kemur upp oft á ári, meðal annars hjá okkur eins og öllum öðrum. Auðvitað getur það gerst að þess lömun sem þú nefnir geti komið í tengslum við bólusetningu af tilviljun," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir. Af umræðu á Netinu að dæma er ljóst að margir óttast mögulegar aukaverkanir og ljóst að sumir ætla ekki að láta bólusetja sig gegn svínaflensu - þótt það standi til boða. Nú hefur lyfið ekki verið prófað hvernig getum við verið viss um að það sé öruggt? „Þetta er bóluefni gegn inflúensu og þau eru vel þekkt og hafa verið notuð áratugum saman með góðum árangri og lítilli aukaverkunartíðni." Er það ekki svolítið hættulegt að vera gefa ófrískum konum þetta bóluefn? „Við skulum þá hafa það í huga hvort sé betra fyrir ófríska konu að fá þessa inflúensu og vera í ákveðnni áhættu að eitthvað komi fyrir hana og fóstrið. Eða þá að vera bóluett og koma í veg fyrir sjúkdóminn og vera bara með eitthvað fræðilega mjög ólíklega áhættu. Inflúensan er raunveruleg hún er að koma yfir okkur og mun sýkja mjög margt fólk." Haraldur segir að fylgst verði með mögulegum aukaverkunum hér á landi og segir fólk alls ekki eiga að vera hrætt við að bólusetja sig.
Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira