Innlent

Amfetamínframleiðendur fyrir rétt á morgun

Jónas Ingi Ragnarsson við aðalmeðferð líkmálsins svokallaða árið 2004.
Jónas Ingi Ragnarsson við aðalmeðferð líkmálsins svokallaða árið 2004.

Hinir meintu amfetamínframleiðendur, Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson, verða leiddir fyrir dómara í fyrramálið vegna ákæru um stórfellda fíkniefnaframleiðslu.

Samkvæmt ákæruskjali er þeim gefið að sök að hafa haft undir höndum efni og tæki og tól til þess að framleiða allt að 356 kíló af amfetamíni. Þá gátu þeir einnig framleitt metamfetamín.

Fíkniefnaverksmiðjan fannst á Rauðhellu í Hafnarfirði í október síðastliðnum. Sérfræðingur frá Interpol sem aðstoðaði við málið sagðist aldrei hafa séð jafn tæknilega fíkniefnaverksmiðju á sínum ferli.

Auk þess að vera ákærðir fyrir hugsanlega framleiðslu er Jónas Ingi ákærður fyrir að hafa haft undir höndum rúm 18 grömm af kannabisi efnum sem var ætlað til dreifingar. Jónas hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni og ætlað til söludreifingar tæp 700 grömm af amfetamíni og rúm 75 grömm af kannabisefnum.

Báðir mennirnir hafa áður komist í kast við lögin. Tindur var dæmdur fyrir að hafa höggvið mann með sveðju og Jónas Ingi var dæmdur fyrir ósæmilega meðferð á líki þegar hann, ásamt Grétari Sigurðarsyni, köstuðu líki í höfnina í Neskaupsstað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×