Stoppa í 63 milljarða gat 25. september 2009 06:00 Vinna við fjárlög er nú á lokastigum, en samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra frá því í sumar er ætlunin að draga saman í útgjöldum um 35 milljarða og auka tekjur ríkissjóðs um 28 milljarða. Það þýðir umtalsverðar skattahækkanir.fréttablaðið/valli Löng hefð er fyrir því að lítið kvisist út um útfærslu fjárlagafrumvarpsins. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hefðir skipta litlu og síðan í júní hefur legið fyrir að ríkisstjórnin hyggst bæta afkomu ríkissjóðs um 63,4 milljarða króna á næsta ári. Í skýrslu fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 er tónninn sleginn og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í grófum dráttum verði farið eftir þeirri skýrslu. Þótt nánari útfærsla sé enn á huldu um hvaða skattar verði hækkaðir um hve mikið og hve mikið verður nákvæmlega skorið niður og hvar, gefur skýrslan hugmynd um hvernig fjárlagafrumvarpið mun líta út. Þar er að finna ýmsar tillögur um skattahækkanir og útfærslu á hve mikið sparast við þær. Samkvæmt skýrslunni á að auka aðhald sem nemur 179 milljörðum króna til ársins 2013. Stærsta höggið kemur á næsta ári, umræddir 63 milljarðar. Áform um einstakar skattahækkanir eru enn ekki ljós, en af skýrslunni er ljóst að tekjuskattar verða hækkaðir. Að meðtöldu útsvari eru þeir stærsti tekjustofn opinberra aðila og hefur hlutur þeirra í tekjum ríkissjóðs vaxið og var á árinu 38,5 prósent. Árin 2005 til 2007 var hlutur beinna skatta til ríkisins um fjórtán prósent af vergri landsframleiðslu, en var komið niður í tólf prósent árið 2009. Hækkun tekjuskatts um hvert prósent af vergri landsframleiðslu skilar fjórtán milljarða aukatekjum í ríkissjóð. Það skilar þrjátíu milljörðum króna að færa hlutfall tekjuskatts í sama horf gagnvart vergri landsframleiðslu og það var á árunum 2005 til 2007. Tekjur ríkisins af áfengisgjaldi námu átta milljörðum árið 2008 og í skýrslu fjármálaráðherra er lögð til tíu prósenta hækkun á því 1. janúar 2010 og 1. janúar 2011. Þá er lögð til hækkun tóbaksgjalds um þrjátíu til fjörutíu prósent í tveimur áföngum, 2009 og 2010, en það skilaði 3,9 milljörðum í ríkissjóð 2008. Hluti þessara hækkana hefur þegar komið fram og óvíst er hvort farið verður eftir tillögunum. Stóra myndin liggur því nokkuð ljós fyrir. Á töflunum hér til hliðar má sjá hvernig sparað verður í útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári. Skattahækkanir munu skila um 28 milljörðum króna; spurningin er aðeins hvaða skattar verða hækkaðir. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Löng hefð er fyrir því að lítið kvisist út um útfærslu fjárlagafrumvarpsins. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hefðir skipta litlu og síðan í júní hefur legið fyrir að ríkisstjórnin hyggst bæta afkomu ríkissjóðs um 63,4 milljarða króna á næsta ári. Í skýrslu fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 er tónninn sleginn og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í grófum dráttum verði farið eftir þeirri skýrslu. Þótt nánari útfærsla sé enn á huldu um hvaða skattar verði hækkaðir um hve mikið og hve mikið verður nákvæmlega skorið niður og hvar, gefur skýrslan hugmynd um hvernig fjárlagafrumvarpið mun líta út. Þar er að finna ýmsar tillögur um skattahækkanir og útfærslu á hve mikið sparast við þær. Samkvæmt skýrslunni á að auka aðhald sem nemur 179 milljörðum króna til ársins 2013. Stærsta höggið kemur á næsta ári, umræddir 63 milljarðar. Áform um einstakar skattahækkanir eru enn ekki ljós, en af skýrslunni er ljóst að tekjuskattar verða hækkaðir. Að meðtöldu útsvari eru þeir stærsti tekjustofn opinberra aðila og hefur hlutur þeirra í tekjum ríkissjóðs vaxið og var á árinu 38,5 prósent. Árin 2005 til 2007 var hlutur beinna skatta til ríkisins um fjórtán prósent af vergri landsframleiðslu, en var komið niður í tólf prósent árið 2009. Hækkun tekjuskatts um hvert prósent af vergri landsframleiðslu skilar fjórtán milljarða aukatekjum í ríkissjóð. Það skilar þrjátíu milljörðum króna að færa hlutfall tekjuskatts í sama horf gagnvart vergri landsframleiðslu og það var á árunum 2005 til 2007. Tekjur ríkisins af áfengisgjaldi námu átta milljörðum árið 2008 og í skýrslu fjármálaráðherra er lögð til tíu prósenta hækkun á því 1. janúar 2010 og 1. janúar 2011. Þá er lögð til hækkun tóbaksgjalds um þrjátíu til fjörutíu prósent í tveimur áföngum, 2009 og 2010, en það skilaði 3,9 milljörðum í ríkissjóð 2008. Hluti þessara hækkana hefur þegar komið fram og óvíst er hvort farið verður eftir tillögunum. Stóra myndin liggur því nokkuð ljós fyrir. Á töflunum hér til hliðar má sjá hvernig sparað verður í útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári. Skattahækkanir munu skila um 28 milljörðum króna; spurningin er aðeins hvaða skattar verða hækkaðir. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira